Thompson magnaður og Golden State vann á ný Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2015 07:30 Vísir/Getty Golde State Warriors er komið aftur á beinu brautina eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina. Meistararnir unnu sannfærandi sigur á Phoenix, 128-103, þar sem Klay Thompson fór á kostum og skoraði 43 stig, þar af 27 í þriðja leikhluta. Steph Curry bætti við 25 stigum en hann nýtti alls tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Golden State er nýkomið aftur á sinn heimavöll eftir tveggja vikna ferðalag sem lauk með tapi fyrir Milwaukee á laugardagskvöldið. Golden State hafði þa unnið 28 leiki í röð sem er næstlengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinnar. Mirza Teletovic skoraði 24 stig fyrir Phoenix eftir að hafa byrjað á bekknum. Phoenix átti þó aldrei möguleika í þessum leik. San Antonio vann Washington, 114-95, og þar með sinn 23. heimaleik í röð sem er félagsmet. Sigurinn í nótt var öruggur en Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir heimamenn. Oklahoma City vann Portland, 106-90, en þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Kevin Durant var með 24 stig fyrir Oklahoma City en engu liði hefur tekist að skora meira en 100 stig gegn Oklahoma City síðustu sjö leiki í röð. New York vann Minnesota, 107-102, þar sem Kristaps Porzingis var magnaður með ellefu stig, sex fráköst, sex varin skot og þrjár stoðsendingar. Karl-Anthony Towns, sem var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu, var með 25 stig og tíu stoðsendingar fyrir Minnesota. Austurdeildin er gríðarlega jöfn í ár en tíu efstu liðin í henni hafa öll unnið 14-16 leiki í ár. Cleveland er þó með besta sigurhlutfallið en liðið var eitt fárra sem spilaði ekki í nótt. Golden State og San Antonio eru með drjúga forystu í Vesturdeildinni en Oklahoma Ciyt og LA Clippers, sem vann Milwaukee í nótt, koma þar á eftir.Staðan í deildinniÚrslit næturinnar: Indiana - Dallas 107-81 Orlando - Charlotte 113-98 Brooklyn - Miami 98-104 Detroit - Boston 119-116 New York - Minnesota 107-102 Atlanta - Philadelphia 127-106 Chicago - Memphis 98-85 Oklahoma City - Portland 106-90 San Antonio - Washington 114-95 Utah - New Orleans 94-104 Golden State - Phoenix 128-103 LA Clippers - Milwaukee 103-90 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Golde State Warriors er komið aftur á beinu brautina eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik á tímabilinu um helgina. Meistararnir unnu sannfærandi sigur á Phoenix, 128-103, þar sem Klay Thompson fór á kostum og skoraði 43 stig, þar af 27 í þriðja leikhluta. Steph Curry bætti við 25 stigum en hann nýtti alls tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Golden State er nýkomið aftur á sinn heimavöll eftir tveggja vikna ferðalag sem lauk með tapi fyrir Milwaukee á laugardagskvöldið. Golden State hafði þa unnið 28 leiki í röð sem er næstlengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinnar. Mirza Teletovic skoraði 24 stig fyrir Phoenix eftir að hafa byrjað á bekknum. Phoenix átti þó aldrei möguleika í þessum leik. San Antonio vann Washington, 114-95, og þar með sinn 23. heimaleik í röð sem er félagsmet. Sigurinn í nótt var öruggur en Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir heimamenn. Oklahoma City vann Portland, 106-90, en þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Kevin Durant var með 24 stig fyrir Oklahoma City en engu liði hefur tekist að skora meira en 100 stig gegn Oklahoma City síðustu sjö leiki í röð. New York vann Minnesota, 107-102, þar sem Kristaps Porzingis var magnaður með ellefu stig, sex fráköst, sex varin skot og þrjár stoðsendingar. Karl-Anthony Towns, sem var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu, var með 25 stig og tíu stoðsendingar fyrir Minnesota. Austurdeildin er gríðarlega jöfn í ár en tíu efstu liðin í henni hafa öll unnið 14-16 leiki í ár. Cleveland er þó með besta sigurhlutfallið en liðið var eitt fárra sem spilaði ekki í nótt. Golden State og San Antonio eru með drjúga forystu í Vesturdeildinni en Oklahoma Ciyt og LA Clippers, sem vann Milwaukee í nótt, koma þar á eftir.Staðan í deildinniÚrslit næturinnar: Indiana - Dallas 107-81 Orlando - Charlotte 113-98 Brooklyn - Miami 98-104 Detroit - Boston 119-116 New York - Minnesota 107-102 Atlanta - Philadelphia 127-106 Chicago - Memphis 98-85 Oklahoma City - Portland 106-90 San Antonio - Washington 114-95 Utah - New Orleans 94-104 Golden State - Phoenix 128-103 LA Clippers - Milwaukee 103-90
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira