Harrison Ford fær 76 sinnum hærri laun en mótleikarar Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2015 13:42 Framleiðendur nýju Star Wars myndanna töldu mjög mikilvægt að hafa Harrison Ford með í myndinni. Hér eru Ford ásamt leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams. Vísir/Getty Harrison Ford fær allt að 23 milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þátttöku sína í Star Wars: The Force Awakens. Þetta er 76 sinnum meira en bresku leikararnir Daisy Ridley og John Boyega, nýliðarnir í Star Wars seríunni, fá fyrir sinn leik. Mail on Sunday greinir frá því að Harrison Ford hafi fengið 16,7 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, auk 0,5 prósent af tekjum kvikmyndarinnar í sinn hlut fyrir leik sinn. Spáð er því að tekjur kvikmyndarinnar geti numið 1,3 milljörðum punda. Hann fékk einnig milljón pund, 194 milljónir íslenskar krónur, í skaðabætur þegar hann fótbrotnaði við tökur myndarinnar. Því gæti Harrison Ford fengið allt að 4,5 milljörðum króna fyrir myndina. Á sama tíma fá nýliðarnir 300 þúsund pund, jafnvirði 58 milljóna íslenskra króna, fyrir leik sinn í myndinni og brot af tekjum þegar þær fara yfir milljarð dollara. Heimildamaður frá Disney sagði blaðinu að Harrison væri lykillinn að því að láta kvikmyndina ganga upp. Gott var að fá Mark Hamill og Carrie Fisher aftur til leiks, en myndin hefði ekki gengið án Harrison Ford. Harrison Ford hefur heldur betur hækkað í launum frá því að hann lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1977, þá fékk hann sjö þúsund pund, eða 1,4 milljón króna fyrir leik sinn. Star Wars Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Harrison Ford fær allt að 23 milljónir punda, jafnvirði 4,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þátttöku sína í Star Wars: The Force Awakens. Þetta er 76 sinnum meira en bresku leikararnir Daisy Ridley og John Boyega, nýliðarnir í Star Wars seríunni, fá fyrir sinn leik. Mail on Sunday greinir frá því að Harrison Ford hafi fengið 16,7 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, auk 0,5 prósent af tekjum kvikmyndarinnar í sinn hlut fyrir leik sinn. Spáð er því að tekjur kvikmyndarinnar geti numið 1,3 milljörðum punda. Hann fékk einnig milljón pund, 194 milljónir íslenskar krónur, í skaðabætur þegar hann fótbrotnaði við tökur myndarinnar. Því gæti Harrison Ford fengið allt að 4,5 milljörðum króna fyrir myndina. Á sama tíma fá nýliðarnir 300 þúsund pund, jafnvirði 58 milljóna íslenskra króna, fyrir leik sinn í myndinni og brot af tekjum þegar þær fara yfir milljarð dollara. Heimildamaður frá Disney sagði blaðinu að Harrison væri lykillinn að því að láta kvikmyndina ganga upp. Gott var að fá Mark Hamill og Carrie Fisher aftur til leiks, en myndin hefði ekki gengið án Harrison Ford. Harrison Ford hefur heldur betur hækkað í launum frá því að hann lék í fyrstu kvikmyndinni árið 1977, þá fékk hann sjö þúsund pund, eða 1,4 milljón króna fyrir leik sinn.
Star Wars Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira