Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Mestu skiptir að ná til þeirra sem stunda vændi, segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton brink „Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal. Mansal í Vík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal.
Mansal í Vík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira