„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:39 vísir/Auðbergur Gíslason Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00
Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40