Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2015 11:00 Rokkararnir í Sólstöfum tróðu upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Mynd/Florian Trykowski Tólf íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi í fyrradag og voru tónleikarnir mjög vel sóttir. Mammút, Young Karin, Sóley, Júníus Meyvant, Dj Flugvél og Geimskip, Kiasmos og Sólstafir voru á meðal þeirra sem tróðu upp. Einnig var boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, þar sem var smekkfullt af fólki. Síðan var móttaka í leikhúsinu Stadsschouwburg þar sem Árstíðir sungu lagið Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, auk þess sem Júníus Meyvant söng og spilaði tvö lög. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bauð gesti velkomna og hélt ræðu um gildi tónlistar og Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, kynnti nýtt myndband um íslenska tónhöfunda. Nítján tónlistarmenn frá Íslandi eru í brennidepli á Eurosonic, sem er stærsta tónlistarráðstefna og hátíð í Evrópu og hófst á miðvikudag og lýkur í kvöld. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa leikið á hátíðinni á undanförnum árum en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er í brennidepli. Verkefnið er styrkt af ráðuneytum menningar, utanríkis, atvinnu og nýsköpunar, auk Icelandair, STEFs, Íslandsstofu og Reykjavíkurborgar. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tólf íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi í fyrradag og voru tónleikarnir mjög vel sóttir. Mammút, Young Karin, Sóley, Júníus Meyvant, Dj Flugvél og Geimskip, Kiasmos og Sólstafir voru á meðal þeirra sem tróðu upp. Einnig var boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, þar sem var smekkfullt af fólki. Síðan var móttaka í leikhúsinu Stadsschouwburg þar sem Árstíðir sungu lagið Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, auk þess sem Júníus Meyvant söng og spilaði tvö lög. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bauð gesti velkomna og hélt ræðu um gildi tónlistar og Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, kynnti nýtt myndband um íslenska tónhöfunda. Nítján tónlistarmenn frá Íslandi eru í brennidepli á Eurosonic, sem er stærsta tónlistarráðstefna og hátíð í Evrópu og hófst á miðvikudag og lýkur í kvöld. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa leikið á hátíðinni á undanförnum árum en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er í brennidepli. Verkefnið er styrkt af ráðuneytum menningar, utanríkis, atvinnu og nýsköpunar, auk Icelandair, STEFs, Íslandsstofu og Reykjavíkurborgar.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira