Spá 1,6 milljónum gesta á Þingvöllum eftir tíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Ferðamenn á Hakinu laust fyrir hádegi síðastliðinn mánudag. Mynd/Berglind Sigmundsdóttir „Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
„Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira