Konsept sem fleiri ættu að kynnast Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:00 Anna Gyða tók að sér hlutverk tökumanns, leikstjóra og hljóðmanns. Vísir/valli Lögfræðineminn Anna Gyða Sigurgísladóttir tók sér hlé frá námi til þess að gera heimildarmynd. Myndin, Problem? Oh, That‘s An Opportunity, verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, 9. maí klukkan 18. „Mig langaði til að gera heimildarmynd um samfelagslega frumkvodlastarfsemi. Ég vil nú ekki gefa of mikið upp, en þetta snýst um að finna nýjar lausnir á samfélagslegum vandamálum,“ segir Anna Gyða, aðspurð um efni heimildarmyndarinnar. Í myndinni er fjallað um fimm dæmi um samfélagslega frumkvöðla en svo er konseptið sjálft og heimurinn í dag skoðaður í því samhengi. „Mig langaði að rannsaka þetta efni, því eftir að ég kynntist þessu þá gaf það mér von um að þetta myndi breytast og að hægt væri að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Mér finnst þetta konsept sem fleiri þurfa að vita af svo ég fann sterka þörf og löngun til að leggjast í þetta heimildarmyndaferli. En það var ekki til mjög mikið efni svo ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Anna ferðaðist til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Belgíu, ásamt því að taka upp efni í gegnum Skype frá Perú og Kanada. Hún tók allt efnið upp sjálf, bæði hljóð og mynd, en þetta er fyrsta mynd Önnu. „Ég fékk hljóðmann til þess að mixa hljóðið í lokin og svo fékk ég teiknara til að myndskreyta myndina og gera hana líflegri og skemmtilegri.“Hér fyrir neðan er sýnishorn úr myndinni en hægt er að kynna sér hana nánar á Facebook-síðu hennar. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lögfræðineminn Anna Gyða Sigurgísladóttir tók sér hlé frá námi til þess að gera heimildarmynd. Myndin, Problem? Oh, That‘s An Opportunity, verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, 9. maí klukkan 18. „Mig langaði til að gera heimildarmynd um samfelagslega frumkvodlastarfsemi. Ég vil nú ekki gefa of mikið upp, en þetta snýst um að finna nýjar lausnir á samfélagslegum vandamálum,“ segir Anna Gyða, aðspurð um efni heimildarmyndarinnar. Í myndinni er fjallað um fimm dæmi um samfélagslega frumkvöðla en svo er konseptið sjálft og heimurinn í dag skoðaður í því samhengi. „Mig langaði að rannsaka þetta efni, því eftir að ég kynntist þessu þá gaf það mér von um að þetta myndi breytast og að hægt væri að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Mér finnst þetta konsept sem fleiri þurfa að vita af svo ég fann sterka þörf og löngun til að leggjast í þetta heimildarmyndaferli. En það var ekki til mjög mikið efni svo ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Anna ferðaðist til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Belgíu, ásamt því að taka upp efni í gegnum Skype frá Perú og Kanada. Hún tók allt efnið upp sjálf, bæði hljóð og mynd, en þetta er fyrsta mynd Önnu. „Ég fékk hljóðmann til þess að mixa hljóðið í lokin og svo fékk ég teiknara til að myndskreyta myndina og gera hana líflegri og skemmtilegri.“Hér fyrir neðan er sýnishorn úr myndinni en hægt er að kynna sér hana nánar á Facebook-síðu hennar. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp