Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. Fréttablaðið/Ernir kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira