Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 15. maí 2015 09:00 "Ég er sjálfur læknir og tek ekki lyf nema algerlega nauðsynlegt sé. Umgengst þau af mikilli varfærni. Það þarf að hjálpa fólki að vinna á vandamálum sínum og vinna gegn þessari menningu,“ segir Birgir. Vísir/Steinar Júlíusson Birgir Jakobsson bjó í Svíþjóð í næstum fjóra áratugi áður en hann flutti til Íslands og tók við embætti landlæknis. Hann stýrði Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og var læknir þar í tuttugu ár. Ferill hans spannar þrjátíu og fimm ár, honum er lýst af samherjum sem baráttumanni, kvikum en jafnframt öguðum. Hann er óvanalega hávaxinn en stekkur lipurlega upp tröppurnar sem liggja að skrifstofu hans á Barónsstíg, á yngri árum átti hann glæstan körfuboltaferil og keppti með landsliði Íslendinga og því kemur fimin ef til vill ekki á óvart þótt hann sé orðinn 66 ára gamall. Þær vikur og mánuði sem hann hefur setið í embætti hefur heilbrigðiskerfið verið hálflamað vegna verkfalla. Nýverið deildi hann á verkfallsaðgerðir BHM sem fólu í sér synjun á undanþágum sem læknar höfðu beðið um. Hann er þekktur fyrir að láta í sér heyra ef hann telur öryggi sjúklinga hætt og gerði það oft í starfi sínu á Karolínska, stundum svo það rataði í fréttir. Birgi er ljóst að þegar verkfalli lýkur þá blasi enn við mikill vandi heilbrigðiskerfis.Kakan og tertusneiðin minni „Ég er búinn að ræða við fjöldann allan af fólki til að mynda mér skoðun á því hvað er gott hérna og hvað mætti betur fara. Ég held að ég sé kominn með nokkuð góða mynd af því. Heilbrigðiskerfið fór ekki varhluta af kreppunni og það hefur átt sér stað mikill niðurskurður. Kakan minnkaði og sjálf tertusneiðin líka sem fór í heilbrigðiskerfið, hún er undir níu prósentum af vergri þjóðarframleiðslu.“Sami vandi í nærri þrjá áratugi Það kom honum á óvart að vandamál heilbrigðisþjónustunnar eru mörg hin sömu og þegar hann vann hér sem barnalæknir 1988-1989. „Ef ég lít á heilbrigðisþjónustuna eins og hún er í dag og þegar ég var hér að störfum 1988, eru raunveruleg vandamál heilbrigðisþjónustunnar hin sömu og þá. Við notuðum ekki góðærið til að bæta lestina í íslenskri heilbrigðisþjónustu og gera hana eins góða og mögulegt er. Það er ekki skrítið að þar sem voru brestir fyrir kreppu eru enn áþreifanlegri brestir eftir kreppu. Hvað varðar þjónustuna sjálfa þá eru aðallega þrjú atriði sem eru mikilvæg forgangsverkefni. Það er að finna leiðir til að bæta heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, að bæta og gera skilvirkari sérfræðiþjónustu úti á landi og að skapa forsendur til reksturs háskólasjúkrahúss sem við viljum svo gjarnan hafa hér á landi. En þar sem við höfum vanrækt að bæta þessa þjónustu í áratugi, þá verður allt sem við þurfum að gera svo miklu dýrara. Þær fjárfestingar sem við höfum frestað eða látið hjá líða koma í hausinn á okkur núna.“Mikill einkarekstur Birgir bendir á að mikið af þjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi sé einkarekin. Hann segir stefnuna í þessum málum óskýra, það vanti að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. „Það er töluverður einkarekstur hér. Ég trúi ekki á einkarekstur á vissum hluta Landspítala eða að brytja hann niður í einingar. Við eigum að halda þjónustunni þar saman, en það er alltaf hægt þegar tækifæri gefst að skapa litlar einkareknar einingar en það þarf að gera með gæði, aðgengi og öryggi þjónustunnar í huga.“Peningar hverfa í hít „Mestur hluti einkareksturs hér á landi er greiddur af hinu opinbera. Það sem vantar hér er að hafa meira eftirlit með þjónustunni. Hlutverk landlæknisembættisins er að fylgjast með því að öryggið og gæðin séu í lagi, en greiðandi þjónustunnar, sem er Sjúkratryggingar Íslands, þarf líka að vita fyrir hvað er borgað. Sjúkratryggingar þurfa að setja kröfur og upplýsingaskyldan þarf að vera alveg skýr. Í dag gera þær samninga við þá sem framleiða heilbrigðisþjónustu en spyrja ekki nóg um gæði, öryggi og aðgengi. Þarna fara peningar nánast í einhverja hít sem við vitum ekki hverju er að skila.Börn og gamalmenni á bráðavakt Ég er alveg klár á því að það er ekki nauðsynlegt að breyta öllu í einkarekstur til að skapa góð fordæmi. Það er hægt með góðri stjórnun og stýrikerfum í opinbera geiranum. Ef maður les lög og reglugerðir þá stendur mikið um stefnu í heilbrigðismálum en hún er raunverulega ekki útfærð markvisst að öðru leyti í heilbrigðisstofnunum. Þar stendur til dæmis að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður hjá fólki, en svo stýrum við sjúklingum eitthvert allt annað, á læknavaktina og bráðamóttökur og til sérfræðinga á stofu. Það er ekki gott þegar fólk leitar á bráðamóttöku sem þarf þess ekki við, en það gerir það vegna þess að það getur ekki annað og hefur ekki verið sinnt nægilega vel. Þetta á við um börn og gamalmenni allra helst, það er hægt að koma í veg fyrir þetta en það þarf aðra sýn.Sveigjanlegri þjónusta Sýn Birgis felur í sér mun fjölbreyttari þjónustu en Íslendingar eiga að venjast. „Það þarf að víkka út starfsemi heilsugæslunnar, ráða þangað fjölbreyttari hóp starfsfólks, sálfræðinga, næringarráðgjafa, þjálfara, aðila í heimahjúkrun og félagsráðgjafa. Það þarf líka að hafa þjónustuna sveigjanlegri, hafa teymi sem keyra um og vitja fólks, við erum svo lítið samfélag að það er vel hægt að koma þessu í kring. Það er nauðsynlegt að efla heilsugæsluna af öðrum ástæðum. Heilbrigðiskerfið þarf að sinna sívaxandi hópi fólks og sjúkrarými eru dýr. Þess vegna er mikilvægt að efla forvarnir. Það margborgar sig.“Lyfjanotkun og menning Eitt af hlutverkum embættisins er að fylgjast með lýðheilsu landans. Mikil lyfjanotkun er einkennandi. Er lyfjanotkunin afleiðing af slöku heilbrigðiskerfi? „Ef lyfjum er sleppt í lausasölu eykst oft notkun þeirra. Jafnvel þegar við sleppum algengum lyfjum eins og paracetamoli gætir neikvæðra áhrifa, þá fjölgaði til að mynda tilfellum eitrana af völdum þess. Fólk fór að nota lyfið í þeim tilgangi að stytta sér líf. Af hverju er fólk að borða meira kvíðastillandi og nota svefnlyf í óhófi? Ég veit það ekki en það er kannski eitthvað í okkar menningu sem telur að lyfjanotkun sé eðlileg til þess að okkur líði betur. Ég er sjálfur læknir og tek ekki lyf nema algerlega nauðsynlegt sé. Umgengst þau af mikilli varfærni. Það þarf að hjálpa fólki að vinna á vandamálum sínum og vinna gegn þessari menningu.“Viss léttúð Birgir segir vissa léttúð einkenna hugarfar margra Íslendinga. Þeir hugsi oft ekki til þeirra sem minna mega sín og frjálshyggja ráði för á kostnað samfélagsins, hann nefnir í þessu samhengi áfengisfrumvarp og afnám tolla á sykur sem dæmi. „Ég hef ekki verið hér lengi en mér finnst eins og íslenskt hugarfar einkennist af svolítilli léttúð. Það er mikil hugmyndafræði frjálshyggju í þessu samfélagi. Jafnvel þegar hún gengur inn á svið sem gengur gegn lýðheilsu þá segja ráðamenn bara allt í lagi og loka augunum fyrir því,“ segir hann og vísar í áfengisfrumvarp og afnám tolla á sykur. „Þetta stangast hvort tveggja á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings.“Ekki hægt að stíga til baka „Fjöldinn allur af þjóðum sem hafa lengri sögu á þessum sviðum vildu svo gjarnan taka skrefið til baka en geta það ekki. Því þegar þú tekur svona skref þá getur þú ekki tekið skrefið til baka. Ég verð sorgmæddur yfir þessu. Það er gengið yfir þá sem minna mega sín og lenda augljóslega í erfiðleikum út af þessu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Birgir Jakobsson bjó í Svíþjóð í næstum fjóra áratugi áður en hann flutti til Íslands og tók við embætti landlæknis. Hann stýrði Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og var læknir þar í tuttugu ár. Ferill hans spannar þrjátíu og fimm ár, honum er lýst af samherjum sem baráttumanni, kvikum en jafnframt öguðum. Hann er óvanalega hávaxinn en stekkur lipurlega upp tröppurnar sem liggja að skrifstofu hans á Barónsstíg, á yngri árum átti hann glæstan körfuboltaferil og keppti með landsliði Íslendinga og því kemur fimin ef til vill ekki á óvart þótt hann sé orðinn 66 ára gamall. Þær vikur og mánuði sem hann hefur setið í embætti hefur heilbrigðiskerfið verið hálflamað vegna verkfalla. Nýverið deildi hann á verkfallsaðgerðir BHM sem fólu í sér synjun á undanþágum sem læknar höfðu beðið um. Hann er þekktur fyrir að láta í sér heyra ef hann telur öryggi sjúklinga hætt og gerði það oft í starfi sínu á Karolínska, stundum svo það rataði í fréttir. Birgi er ljóst að þegar verkfalli lýkur þá blasi enn við mikill vandi heilbrigðiskerfis.Kakan og tertusneiðin minni „Ég er búinn að ræða við fjöldann allan af fólki til að mynda mér skoðun á því hvað er gott hérna og hvað mætti betur fara. Ég held að ég sé kominn með nokkuð góða mynd af því. Heilbrigðiskerfið fór ekki varhluta af kreppunni og það hefur átt sér stað mikill niðurskurður. Kakan minnkaði og sjálf tertusneiðin líka sem fór í heilbrigðiskerfið, hún er undir níu prósentum af vergri þjóðarframleiðslu.“Sami vandi í nærri þrjá áratugi Það kom honum á óvart að vandamál heilbrigðisþjónustunnar eru mörg hin sömu og þegar hann vann hér sem barnalæknir 1988-1989. „Ef ég lít á heilbrigðisþjónustuna eins og hún er í dag og þegar ég var hér að störfum 1988, eru raunveruleg vandamál heilbrigðisþjónustunnar hin sömu og þá. Við notuðum ekki góðærið til að bæta lestina í íslenskri heilbrigðisþjónustu og gera hana eins góða og mögulegt er. Það er ekki skrítið að þar sem voru brestir fyrir kreppu eru enn áþreifanlegri brestir eftir kreppu. Hvað varðar þjónustuna sjálfa þá eru aðallega þrjú atriði sem eru mikilvæg forgangsverkefni. Það er að finna leiðir til að bæta heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, að bæta og gera skilvirkari sérfræðiþjónustu úti á landi og að skapa forsendur til reksturs háskólasjúkrahúss sem við viljum svo gjarnan hafa hér á landi. En þar sem við höfum vanrækt að bæta þessa þjónustu í áratugi, þá verður allt sem við þurfum að gera svo miklu dýrara. Þær fjárfestingar sem við höfum frestað eða látið hjá líða koma í hausinn á okkur núna.“Mikill einkarekstur Birgir bendir á að mikið af þjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi sé einkarekin. Hann segir stefnuna í þessum málum óskýra, það vanti að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. „Það er töluverður einkarekstur hér. Ég trúi ekki á einkarekstur á vissum hluta Landspítala eða að brytja hann niður í einingar. Við eigum að halda þjónustunni þar saman, en það er alltaf hægt þegar tækifæri gefst að skapa litlar einkareknar einingar en það þarf að gera með gæði, aðgengi og öryggi þjónustunnar í huga.“Peningar hverfa í hít „Mestur hluti einkareksturs hér á landi er greiddur af hinu opinbera. Það sem vantar hér er að hafa meira eftirlit með þjónustunni. Hlutverk landlæknisembættisins er að fylgjast með því að öryggið og gæðin séu í lagi, en greiðandi þjónustunnar, sem er Sjúkratryggingar Íslands, þarf líka að vita fyrir hvað er borgað. Sjúkratryggingar þurfa að setja kröfur og upplýsingaskyldan þarf að vera alveg skýr. Í dag gera þær samninga við þá sem framleiða heilbrigðisþjónustu en spyrja ekki nóg um gæði, öryggi og aðgengi. Þarna fara peningar nánast í einhverja hít sem við vitum ekki hverju er að skila.Börn og gamalmenni á bráðavakt Ég er alveg klár á því að það er ekki nauðsynlegt að breyta öllu í einkarekstur til að skapa góð fordæmi. Það er hægt með góðri stjórnun og stýrikerfum í opinbera geiranum. Ef maður les lög og reglugerðir þá stendur mikið um stefnu í heilbrigðismálum en hún er raunverulega ekki útfærð markvisst að öðru leyti í heilbrigðisstofnunum. Þar stendur til dæmis að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður hjá fólki, en svo stýrum við sjúklingum eitthvert allt annað, á læknavaktina og bráðamóttökur og til sérfræðinga á stofu. Það er ekki gott þegar fólk leitar á bráðamóttöku sem þarf þess ekki við, en það gerir það vegna þess að það getur ekki annað og hefur ekki verið sinnt nægilega vel. Þetta á við um börn og gamalmenni allra helst, það er hægt að koma í veg fyrir þetta en það þarf aðra sýn.Sveigjanlegri þjónusta Sýn Birgis felur í sér mun fjölbreyttari þjónustu en Íslendingar eiga að venjast. „Það þarf að víkka út starfsemi heilsugæslunnar, ráða þangað fjölbreyttari hóp starfsfólks, sálfræðinga, næringarráðgjafa, þjálfara, aðila í heimahjúkrun og félagsráðgjafa. Það þarf líka að hafa þjónustuna sveigjanlegri, hafa teymi sem keyra um og vitja fólks, við erum svo lítið samfélag að það er vel hægt að koma þessu í kring. Það er nauðsynlegt að efla heilsugæsluna af öðrum ástæðum. Heilbrigðiskerfið þarf að sinna sívaxandi hópi fólks og sjúkrarými eru dýr. Þess vegna er mikilvægt að efla forvarnir. Það margborgar sig.“Lyfjanotkun og menning Eitt af hlutverkum embættisins er að fylgjast með lýðheilsu landans. Mikil lyfjanotkun er einkennandi. Er lyfjanotkunin afleiðing af slöku heilbrigðiskerfi? „Ef lyfjum er sleppt í lausasölu eykst oft notkun þeirra. Jafnvel þegar við sleppum algengum lyfjum eins og paracetamoli gætir neikvæðra áhrifa, þá fjölgaði til að mynda tilfellum eitrana af völdum þess. Fólk fór að nota lyfið í þeim tilgangi að stytta sér líf. Af hverju er fólk að borða meira kvíðastillandi og nota svefnlyf í óhófi? Ég veit það ekki en það er kannski eitthvað í okkar menningu sem telur að lyfjanotkun sé eðlileg til þess að okkur líði betur. Ég er sjálfur læknir og tek ekki lyf nema algerlega nauðsynlegt sé. Umgengst þau af mikilli varfærni. Það þarf að hjálpa fólki að vinna á vandamálum sínum og vinna gegn þessari menningu.“Viss léttúð Birgir segir vissa léttúð einkenna hugarfar margra Íslendinga. Þeir hugsi oft ekki til þeirra sem minna mega sín og frjálshyggja ráði för á kostnað samfélagsins, hann nefnir í þessu samhengi áfengisfrumvarp og afnám tolla á sykur sem dæmi. „Ég hef ekki verið hér lengi en mér finnst eins og íslenskt hugarfar einkennist af svolítilli léttúð. Það er mikil hugmyndafræði frjálshyggju í þessu samfélagi. Jafnvel þegar hún gengur inn á svið sem gengur gegn lýðheilsu þá segja ráðamenn bara allt í lagi og loka augunum fyrir því,“ segir hann og vísar í áfengisfrumvarp og afnám tolla á sykur. „Þetta stangast hvort tveggja á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings.“Ekki hægt að stíga til baka „Fjöldinn allur af þjóðum sem hafa lengri sögu á þessum sviðum vildu svo gjarnan taka skrefið til baka en geta það ekki. Því þegar þú tekur svona skref þá getur þú ekki tekið skrefið til baka. Ég verð sorgmæddur yfir þessu. Það er gengið yfir þá sem minna mega sín og lenda augljóslega í erfiðleikum út af þessu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira