Hágæða almenningssamgöngukerfi mun rísa 2040 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2015 08:15 Nýtt svæðisskipulag var undirritað af framkvæmdastjórum sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. vísir/andri marinó „Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
„Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira