Ferðaþjónustufyrirtæki að gefast upp á Íshellinum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júlí 2015 09:00 Gríðarlega mikið hefur verið lagt í gangagerðina. Ferðamönnum finnst þeir að einhverju leyti ekki fá þá vöru sem auglýst hefur verið úti um allan heim. Mikið vatnsrennsli gerir mönnum lífið leitt í íshellinum í Langjökli. Mikil bráðnun á sér stað og þarf að dæla vatni út úr göngunum. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa ákveðið að hætta að senda ferðamenn á svæðið á sínum snærum þar sem upplifun ferðamanna af svæðinu er ekki í takti við væntingar. Á stöku stað þurfi ferðamenn að ganga um á vörubrettum vegna vatnselgs.Karl ÓlafssonKarl Ólafsson hjá Nordic Luxury segir fyrirtækið ekki ætla að skipuleggja ferðir upp að jöklinum á næstunni. „Sá hópur sem ég var með á svæðinu fyrir örfáum dögum hafði séð auglýsingar sem hefur verið dreift út um allan heim. Sú glansmynd sem dregin var upp af svæðinu og raunverulegar aðstæður eru algjörlega svart og hvítt. Hópurinn bjóst við fallegum ísgöngum með flottri lýsingu en fékk allt annað,“ segir Karl. „Það rigndi nú á hópinn í göngunum, sem og að munni ganganna var handónýtur. Einnig var allt umflotið vatni í göngunum og þegar maður kemur að gangamunnanum er snjórinn sótsvartur og afleit aðkoma.“ Íshellirinn í Langjökli hefur vakið heimsathygli og stærstu fréttastofur heims hafa gert honum skil. Lonely Planet setti hann á lista yfir áhugaverðustu staði ársins til að heimsækja og gerðar hafa verið miklar vonir til hans sem ferðamannastaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir vígði formlega ísgöngin í maí síðastliðnum og því hafa göngin sjálf verið í rekstri í afar stuttan tíma.Sigurður SkarphéðinssonSigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri íshellisins, segir stöðuna alls ekki slæma. Unnið sé nú að því að ýta snjó til á jöklinum til að bæta aðkomu að hellinum, gangamunninn hafi verið stórbættur á síðustu dögum og verið sé að dæla vatni úr göngunum. „Það er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart í þessu,“ segir Sigurður. „Við vitum að jökullinn er lifandi að því leyti að hann bráðnar á sumrin, það er vatn að leka úr lofti hellisins fyrstu 50 metrana en síðan er það búið. Við erum í átaksverkefni núna, að laga aðkomuna fyrir gesti. Ástæða fyrir þessum óþrifnaði er að þarna koma bílar sem hafa verið á möl og svo lekur skítur af þeim fyrir utan göngin hjá okkur. Þannig verður þetta svarta plan.“ Hann hafði ekki heyrt af því að ferðaþjónustufyrirtækin væru í einhverjum mæli að hætta við að senda ferðamenn á svæðið og þykir það miður. Hann fullvissar alla um að öryggi þeirra í göngunum sé tryggt. „Menn upplifa auðvitað göngin með mismunandi hætti. Leiðinlegt þykir mér að þessi hópur hafi upplifað þetta svona en margir koma mjög ánægðir úr göngunum okkar. Það er hins vegar svo að við erum mjög ungt fyrirtæki og hlustum á allar raddir og reynum að laga allt. Við þurfum að hlusta á alla og erum enn þá að læra. Reynum auðvitað að gera okkar allra besta,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Mikið vatnsrennsli gerir mönnum lífið leitt í íshellinum í Langjökli. Mikil bráðnun á sér stað og þarf að dæla vatni út úr göngunum. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa ákveðið að hætta að senda ferðamenn á svæðið á sínum snærum þar sem upplifun ferðamanna af svæðinu er ekki í takti við væntingar. Á stöku stað þurfi ferðamenn að ganga um á vörubrettum vegna vatnselgs.Karl ÓlafssonKarl Ólafsson hjá Nordic Luxury segir fyrirtækið ekki ætla að skipuleggja ferðir upp að jöklinum á næstunni. „Sá hópur sem ég var með á svæðinu fyrir örfáum dögum hafði séð auglýsingar sem hefur verið dreift út um allan heim. Sú glansmynd sem dregin var upp af svæðinu og raunverulegar aðstæður eru algjörlega svart og hvítt. Hópurinn bjóst við fallegum ísgöngum með flottri lýsingu en fékk allt annað,“ segir Karl. „Það rigndi nú á hópinn í göngunum, sem og að munni ganganna var handónýtur. Einnig var allt umflotið vatni í göngunum og þegar maður kemur að gangamunnanum er snjórinn sótsvartur og afleit aðkoma.“ Íshellirinn í Langjökli hefur vakið heimsathygli og stærstu fréttastofur heims hafa gert honum skil. Lonely Planet setti hann á lista yfir áhugaverðustu staði ársins til að heimsækja og gerðar hafa verið miklar vonir til hans sem ferðamannastaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir vígði formlega ísgöngin í maí síðastliðnum og því hafa göngin sjálf verið í rekstri í afar stuttan tíma.Sigurður SkarphéðinssonSigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri íshellisins, segir stöðuna alls ekki slæma. Unnið sé nú að því að ýta snjó til á jöklinum til að bæta aðkomu að hellinum, gangamunninn hafi verið stórbættur á síðustu dögum og verið sé að dæla vatni úr göngunum. „Það er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart í þessu,“ segir Sigurður. „Við vitum að jökullinn er lifandi að því leyti að hann bráðnar á sumrin, það er vatn að leka úr lofti hellisins fyrstu 50 metrana en síðan er það búið. Við erum í átaksverkefni núna, að laga aðkomuna fyrir gesti. Ástæða fyrir þessum óþrifnaði er að þarna koma bílar sem hafa verið á möl og svo lekur skítur af þeim fyrir utan göngin hjá okkur. Þannig verður þetta svarta plan.“ Hann hafði ekki heyrt af því að ferðaþjónustufyrirtækin væru í einhverjum mæli að hætta við að senda ferðamenn á svæðið og þykir það miður. Hann fullvissar alla um að öryggi þeirra í göngunum sé tryggt. „Menn upplifa auðvitað göngin með mismunandi hætti. Leiðinlegt þykir mér að þessi hópur hafi upplifað þetta svona en margir koma mjög ánægðir úr göngunum okkar. Það er hins vegar svo að við erum mjög ungt fyrirtæki og hlustum á allar raddir og reynum að laga allt. Við þurfum að hlusta á alla og erum enn þá að læra. Reynum auðvitað að gera okkar allra besta,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira