Nýta tímann vel heima á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2015 10:00 Hljómsveitin spilaði í Þríhnúkagíg á dögunum. myndir/ Stroud Rohde Pearce „Við erum mjög spenntir, það er svo langt síðan við spiluðum heima síðast,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Sveitin kemur fram á tónleikum í Gamla bíói í kvöld og eru það jafnframt einu formlegu tónleikar sveitarinnar á landinu á árinu. Kaleo hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og ætlar að leika nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum. „Við tökum alltaf nýtt efni. Við erum með glás af efni sem hefur ekki verið tekið upp. Fólk gæti því heyrt eitthvað sem það hefur aldrei heyrt áður í kvöld,“ bætir Jökull við. Með þeim á sviðinu verða ýmsir gestaleikarar og má þar nefna strengjaleikara og munnhörpusnillinginn Þorleif Gauk Davíðsson. Liðsmenn Kaleo hafa nýtt tímann vel hér á landi og spiluðu á tónleikum í Þríhnúkagíg í vikunni. „Við fórum með tonn af græjum þangað og spiluðum. Það var þvílík upplifun að vera þarna og hljómburðurinn frábær. Við tókum upp myndband þarna sem verður seinna sýnt,“ segir Jökull. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og ætlar hljómsveitin VAR að hita upp. Myndir frá ferð sveitarinnar í Þríhnúkagíg má sjá hér að neðan. Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, það er svo langt síðan við spiluðum heima síðast,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Sveitin kemur fram á tónleikum í Gamla bíói í kvöld og eru það jafnframt einu formlegu tónleikar sveitarinnar á landinu á árinu. Kaleo hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og ætlar að leika nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum. „Við tökum alltaf nýtt efni. Við erum með glás af efni sem hefur ekki verið tekið upp. Fólk gæti því heyrt eitthvað sem það hefur aldrei heyrt áður í kvöld,“ bætir Jökull við. Með þeim á sviðinu verða ýmsir gestaleikarar og má þar nefna strengjaleikara og munnhörpusnillinginn Þorleif Gauk Davíðsson. Liðsmenn Kaleo hafa nýtt tímann vel hér á landi og spiluðu á tónleikum í Þríhnúkagíg í vikunni. „Við fórum með tonn af græjum þangað og spiluðum. Það var þvílík upplifun að vera þarna og hljómburðurinn frábær. Við tókum upp myndband þarna sem verður seinna sýnt,“ segir Jökull. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og ætlar hljómsveitin VAR að hita upp. Myndir frá ferð sveitarinnar í Þríhnúkagíg má sjá hér að neðan.
Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira