Eins og björtustu vonir stóðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2015 08:30 Hvað gerist í dag? Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 200 metra bringusundi í dag. Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30
Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23