Fanney Evrópumeistari: Markmiðið var að komast á verðlaunapall 7. ágúst 2015 09:00 Fanney Hauksdóttir leit alls ekki út eins og nýliði á fyrsta stórmóti sínu í hópi fullorðinna.. Fréttablaðið/Daníel Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðinna á Evrópumótinu í bekkpressu sem fer fram í Tékklandi. Fanney, sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga, bætti eigið met í unglingaflokki sem hún setti fyrr á árinu. Fanney byrjaði á að lyfta 142,5 kílóum auðveldlega en náði ekki að lyfta 147,5 kílóum í annarri tilraun. Hún náði hins vegar af miklu öryggi að lyfta 147,5 kílóum í þriðju tilraun sem dugði henni til sigurs ásamt því að hún setti nýtt heimsmet í flokki unglinga. Fanney var skiljanlega mjög sátt þegar náðist í hana en hún var stödd inni á hótelherbergi í Plzen. „Tilfinningin er auðvitað bara ótrúlega góð, þetta var alveg æðislegt. Það var örlítið öðruvísi að keppa ekki lengur í unglingaflokki, þarna voru stelpur sem voru með meiri reynslu að keppa. Ég fór inn í þetta mót með það að markmiði að komast á verðlaunapall en ég bjóst ekki við þessu. Þetta fór algjörlega fram úr öllum væntingum,“ sagði Fanney sem var ánægð með að hafa þreytt frumraun sína meðal þeirra bestu. „Það var frábært að keppa með öllum þessum sterku keppendum. Maður veit aldrei hverjir skrá sig á mót en ég náði að njóta augnabliksins vel á mótinu,“ sagði Fanney sem var ekki á þeim buxunum að sleppa eigin heimsmeti í unglingaflokki. „Ég setti metið á Heimsmeistaramótinu í maí en að ná að bæta það hér var algjör bónus við árangurinn sem ég náði. Vonandi nær þetta met að lifa aðeins,“ sagði Fanney sem sagði þetta vera gott fyrir sjálfstraustið. „Það má ekki fara of hátt en þetta gerir vissulega góða hluti fyrir sjálfstraustið.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðinna á Evrópumótinu í bekkpressu sem fer fram í Tékklandi. Fanney, sem er ríkjandi heims- og Evrópumeistari unglinga, bætti eigið met í unglingaflokki sem hún setti fyrr á árinu. Fanney byrjaði á að lyfta 142,5 kílóum auðveldlega en náði ekki að lyfta 147,5 kílóum í annarri tilraun. Hún náði hins vegar af miklu öryggi að lyfta 147,5 kílóum í þriðju tilraun sem dugði henni til sigurs ásamt því að hún setti nýtt heimsmet í flokki unglinga. Fanney var skiljanlega mjög sátt þegar náðist í hana en hún var stödd inni á hótelherbergi í Plzen. „Tilfinningin er auðvitað bara ótrúlega góð, þetta var alveg æðislegt. Það var örlítið öðruvísi að keppa ekki lengur í unglingaflokki, þarna voru stelpur sem voru með meiri reynslu að keppa. Ég fór inn í þetta mót með það að markmiði að komast á verðlaunapall en ég bjóst ekki við þessu. Þetta fór algjörlega fram úr öllum væntingum,“ sagði Fanney sem var ánægð með að hafa þreytt frumraun sína meðal þeirra bestu. „Það var frábært að keppa með öllum þessum sterku keppendum. Maður veit aldrei hverjir skrá sig á mót en ég náði að njóta augnabliksins vel á mótinu,“ sagði Fanney sem var ekki á þeim buxunum að sleppa eigin heimsmeti í unglingaflokki. „Ég setti metið á Heimsmeistaramótinu í maí en að ná að bæta það hér var algjör bónus við árangurinn sem ég náði. Vonandi nær þetta met að lifa aðeins,“ sagði Fanney sem sagði þetta vera gott fyrir sjálfstraustið. „Það má ekki fara of hátt en þetta gerir vissulega góða hluti fyrir sjálfstraustið.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Fanney ekki bara heimsmeistari heldur líka Evrópumeistari Gróttukonan Fanney Hauksdóttir varð í dag Evrópumeistari í bekkpressu á í 63 kílóa opnum flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fer í Pilsen í Tékklandi. Hún bætti eigið heimsmet og vann gull á fyrsta móti sínu í fullorðinsflokki. 6. ágúst 2015 17:12