Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun