Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 15:45 Pekeler kemur hér inn af línunni í leiknum í dag. Vísir/getty Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita