Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. janúar 2016 20:00 Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22