Hálfrar milljón krónu sófasett entist í tvö ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 17:00 Svona lítur sófasettið út eftir 2 ár í eigu Heiðbjartar. mynd/heiðbjört „Það er rosalegt að lenda í þessu, fjárhagslegi skaðinn okkar er tæplega hálf milljón króna,“ segir Heiðbjört Ída Friðriksdóttir. Hún segir farir sínar ekki sléttar við húsgagnaverslunina Patti þar sem hún keypti sófasett í apríl 2012. Heiðbjört deildi raunasögu sinni af kaupunum á Facebook og hefur færslan vakið töluverða athygli. Í færslunni segir hún að sófasettið hafi verið með áklæði úr leðurlíki og samsett úr þremur einingum, 3+2+1. Greiddi hún alls 424.270 krónur fyrir. En í september 2015, rúmlega tveimur árum eftir að hafa fest kaup á settinu og það var komið úr ábyrgð, „fór að bera á sprungum og blöðrum í nýja settinu sem sprungu síðan og skildu eftir flakandi sár.“ Hún setti sig því í samband við Patta – enda „kaupi enginn sófasett fyrir rúmar 424 þúsund krónur og reiknar með tveggja ára endingu,“ eins og hún orðar það. Í samtali við Vísi segir hún þó að þær umleitanir hafi lítinn árangur borið.ÍSLENSKT NEI TAKK! Við hjónin versluðum sófasett 3+2+1 frá Patti Húsgögn (Bíldshöfða 18 Reykjavík) í apríl 2012. Só...Posted by Heiðbjört Ída Friðriksdóttir on Friday, 1 January 2016Hér sést hvernig eitt horn stólbaksins hefur slitnað mikið.„Í sannleika sagt þá gengur hvorki né rekur. Síðast þegar ég vissi þá átti að ganga frá þessu fyrir jól og milligjöfin okkar átti að vera 40 þúsund krónur upp í nýtt áklæði á sófanum – því við værum jú að fá „nýtt sófasett.“ Í næsta símtali þá var það komið upp í 80 þúsund og í ljósi þess að við þurfum náttúrulega að greiða fyrir flutninginn á settinu þá borgar þetta sig engan veginn,“ segir Heiðbjört sem er búsett á Akureyri en verslun Patta er við Bíldshöfða í Reykjavík. Heiðbjört segir að henni hafi verið tjáð við kaupin að gerviefnið á sófanum gæfi alvöru leðri lítið eftir í endingu en að starfsmaður Patta þræti í dag fyrir að hafa selt þeim sófana með þeim orðum. „Þannig að í raun er hann að kalla okkur lygara en við vorum saman hjónin þegar þetta var verslað,“ segir Heiðbjört. Hún segir að eins sæta sófinn sé verst farinn af þeim þremur, þrátt fyrir að vera minnst notaður. Stór blettur hafi myndast á stólbakinu, eins og myndin ber með sér, án þess þó að þetta svæði geti talist álagspunktur.Þekkt að gerviefnin endist skemur „Þetta efni hefur enst mjög vel hjá mörgum og þetta er ekki eitthvað sem er mjög algengt að komi fyrir,“ segir Gunnar Baldursson, framkvæmdastjóri Patta húsgagna. Hann bætir við að ending á gerviefnaáklæðum geti verið mjög mismunandi og að þeim hjónum hafi verið tjáð það þegar þau festu kaup á sófasettinu á sínum tíma. „Við höfum haft það fyrir reglu í góðan tíma að upplýsa fólk um þessi gerviefni, hvernig getur farið fyrir þeim,“ segir Gunnar og bætir við að endingin ráðist fyrst og fremst af meðhöndluninni á sófasettinu. „Það er ýmislegt sem fer illa í gerviefnin, til að mynda líkamsfita, sem veldur því að efnið getur sprungið upp,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að hann þekki ekki önnur dæmi þess að sófasett endist jafn illa þá sé það þó staðreynd að gerviefnin endist almennt skemur en alvöru leður. „Það skiptir auðvitað svakalegu máli með þessi gerviefni að þau séu þrifin með volgu vatni, strokið vel úr þeim til að þrífa burt líkamsfituna sem fer verst með þessi efni. Þau eru jú endingastyst og við höfum séð það í gegnum tímann,“ segir Gunnar. Hann kann þó fáar skýringar á fyrrnefndum bletti sem myndaðist á stólbaki eins sæta sófans. „Áklæðið er þannig að það er filma sem er yfir og svo tau kemur undir. Ef að filman byrjar að flagna þá gæti fólk hafa rifið hana í burtu og gert gatið stærra fyrir vikið.“ Aðspurður um umræddar 80 þúsund krónur sem Herdísi og manni hennar stóð til boða að greiða segir Gunnar að um greiðslu á mismun sé að ræða. „Þau völdu sér dýrara áklæði heldur en var á og þau eru því bara að greiða þann mismun. Svo að þannig séð eru þau að fá sófasettið frítt,“ segir Gunnar. Færslu Heiðbjartar Ídu, sem vakið hefur töluverða athygli, má sjá hér að ofan. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
„Það er rosalegt að lenda í þessu, fjárhagslegi skaðinn okkar er tæplega hálf milljón króna,“ segir Heiðbjört Ída Friðriksdóttir. Hún segir farir sínar ekki sléttar við húsgagnaverslunina Patti þar sem hún keypti sófasett í apríl 2012. Heiðbjört deildi raunasögu sinni af kaupunum á Facebook og hefur færslan vakið töluverða athygli. Í færslunni segir hún að sófasettið hafi verið með áklæði úr leðurlíki og samsett úr þremur einingum, 3+2+1. Greiddi hún alls 424.270 krónur fyrir. En í september 2015, rúmlega tveimur árum eftir að hafa fest kaup á settinu og það var komið úr ábyrgð, „fór að bera á sprungum og blöðrum í nýja settinu sem sprungu síðan og skildu eftir flakandi sár.“ Hún setti sig því í samband við Patta – enda „kaupi enginn sófasett fyrir rúmar 424 þúsund krónur og reiknar með tveggja ára endingu,“ eins og hún orðar það. Í samtali við Vísi segir hún þó að þær umleitanir hafi lítinn árangur borið.ÍSLENSKT NEI TAKK! Við hjónin versluðum sófasett 3+2+1 frá Patti Húsgögn (Bíldshöfða 18 Reykjavík) í apríl 2012. Só...Posted by Heiðbjört Ída Friðriksdóttir on Friday, 1 January 2016Hér sést hvernig eitt horn stólbaksins hefur slitnað mikið.„Í sannleika sagt þá gengur hvorki né rekur. Síðast þegar ég vissi þá átti að ganga frá þessu fyrir jól og milligjöfin okkar átti að vera 40 þúsund krónur upp í nýtt áklæði á sófanum – því við værum jú að fá „nýtt sófasett.“ Í næsta símtali þá var það komið upp í 80 þúsund og í ljósi þess að við þurfum náttúrulega að greiða fyrir flutninginn á settinu þá borgar þetta sig engan veginn,“ segir Heiðbjört sem er búsett á Akureyri en verslun Patta er við Bíldshöfða í Reykjavík. Heiðbjört segir að henni hafi verið tjáð við kaupin að gerviefnið á sófanum gæfi alvöru leðri lítið eftir í endingu en að starfsmaður Patta þræti í dag fyrir að hafa selt þeim sófana með þeim orðum. „Þannig að í raun er hann að kalla okkur lygara en við vorum saman hjónin þegar þetta var verslað,“ segir Heiðbjört. Hún segir að eins sæta sófinn sé verst farinn af þeim þremur, þrátt fyrir að vera minnst notaður. Stór blettur hafi myndast á stólbakinu, eins og myndin ber með sér, án þess þó að þetta svæði geti talist álagspunktur.Þekkt að gerviefnin endist skemur „Þetta efni hefur enst mjög vel hjá mörgum og þetta er ekki eitthvað sem er mjög algengt að komi fyrir,“ segir Gunnar Baldursson, framkvæmdastjóri Patta húsgagna. Hann bætir við að ending á gerviefnaáklæðum geti verið mjög mismunandi og að þeim hjónum hafi verið tjáð það þegar þau festu kaup á sófasettinu á sínum tíma. „Við höfum haft það fyrir reglu í góðan tíma að upplýsa fólk um þessi gerviefni, hvernig getur farið fyrir þeim,“ segir Gunnar og bætir við að endingin ráðist fyrst og fremst af meðhöndluninni á sófasettinu. „Það er ýmislegt sem fer illa í gerviefnin, til að mynda líkamsfita, sem veldur því að efnið getur sprungið upp,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að hann þekki ekki önnur dæmi þess að sófasett endist jafn illa þá sé það þó staðreynd að gerviefnin endist almennt skemur en alvöru leður. „Það skiptir auðvitað svakalegu máli með þessi gerviefni að þau séu þrifin með volgu vatni, strokið vel úr þeim til að þrífa burt líkamsfituna sem fer verst með þessi efni. Þau eru jú endingastyst og við höfum séð það í gegnum tímann,“ segir Gunnar. Hann kann þó fáar skýringar á fyrrnefndum bletti sem myndaðist á stólbaki eins sæta sófans. „Áklæðið er þannig að það er filma sem er yfir og svo tau kemur undir. Ef að filman byrjar að flagna þá gæti fólk hafa rifið hana í burtu og gert gatið stærra fyrir vikið.“ Aðspurður um umræddar 80 þúsund krónur sem Herdísi og manni hennar stóð til boða að greiða segir Gunnar að um greiðslu á mismun sé að ræða. „Þau völdu sér dýrara áklæði heldur en var á og þau eru því bara að greiða þann mismun. Svo að þannig séð eru þau að fá sófasettið frítt,“ segir Gunnar. Færslu Heiðbjartar Ídu, sem vakið hefur töluverða athygli, má sjá hér að ofan.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira