Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Una Sighvatsdóttir skrifar 2. janúar 2016 19:30 26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug. Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug.
Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent