Aldrei eins margir sótt um vernd á Íslandi og í fyrra sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2016 14:03 vísir/afp Aldrei hafa eins margir sótt um vernd á Íslandi og á síðasta ári. Umsóknir um vernd voru tvöfalt fleiri árið 2015 en síðustu tvö ár á undan, alls 354. Stærsti þjóðernishópurinn sem fékk vernd er frá Sýrlandi. Útlendingastofnun veitti áttatíu og tveimur einstaklingum hæli eða aðra vernd á Íslandi í fyrra. Þar af voru Sýrlendingar fjölmennastir eða sautján talsins. Samtals var fólki af tuttugu og sex þjóðernum veitt vernd á árinu. Fjölmennastir meðal þeirra sem sóttu um hæli voru Albanar, en þeir voru um þrjátíu prósent allra hælisleitenda. Samanlagt komu fjörutíu og tvö prósent umsókna frá löndum Balkanskagans, Albaníu, Kósóvó og Makedóníu. Sýrlendingar, Írakar og Afganar koma þar á eftir. Niðurstaða fékkst í 323 mál sem stofnunin hafði til afgreiðslu. Áttatíu og tvær umsóknir voru ekki teknar til efnislegrar meðferðar vegna þess að umsækjendur höfðu þegar fengið dvalarleyfi í öðru landi eða mál þeirra voru til meðferðar í öðru ríki, og fjörutíu og sjö umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu, að því er segir í skýrslu Útlendingastofnunar. Af þeim 194 umsóknum sem teknar voru til efnislegrar meðferðar var veitt vernd í áttatíu og tveimur tilvikum, þar af fengu sextíu og sex viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn og sextán einstaklingar fengu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 112 umsækjendum var synjað um vernd. Fjölmennasti þjóðernishópurinn sem fékk vernd á Íslandi voru Sýrlendingar, en þeir voru sautján talsins. Í tölunum eru ekki meðtaldir þeir kvótaflóttamenn sem boðið var til landsins af stjórnvöldum. Því næst voru Rússar, Íranir, Nígeríumenn og Úkraínumenn. Í skýrslunni kemur fram að niðurstaðan sé í samræmi við niðurstöður mála í öðrum Evrópuríkjum en samanlagt veitingarhlutfall Sýrlendinga í aðildarríkjum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi 2015 var 98 prósent en aðeins 1 prósent fyrir Albana. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Aldrei hafa eins margir sótt um vernd á Íslandi og á síðasta ári. Umsóknir um vernd voru tvöfalt fleiri árið 2015 en síðustu tvö ár á undan, alls 354. Stærsti þjóðernishópurinn sem fékk vernd er frá Sýrlandi. Útlendingastofnun veitti áttatíu og tveimur einstaklingum hæli eða aðra vernd á Íslandi í fyrra. Þar af voru Sýrlendingar fjölmennastir eða sautján talsins. Samtals var fólki af tuttugu og sex þjóðernum veitt vernd á árinu. Fjölmennastir meðal þeirra sem sóttu um hæli voru Albanar, en þeir voru um þrjátíu prósent allra hælisleitenda. Samanlagt komu fjörutíu og tvö prósent umsókna frá löndum Balkanskagans, Albaníu, Kósóvó og Makedóníu. Sýrlendingar, Írakar og Afganar koma þar á eftir. Niðurstaða fékkst í 323 mál sem stofnunin hafði til afgreiðslu. Áttatíu og tvær umsóknir voru ekki teknar til efnislegrar meðferðar vegna þess að umsækjendur höfðu þegar fengið dvalarleyfi í öðru landi eða mál þeirra voru til meðferðar í öðru ríki, og fjörutíu og sjö umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu, að því er segir í skýrslu Útlendingastofnunar. Af þeim 194 umsóknum sem teknar voru til efnislegrar meðferðar var veitt vernd í áttatíu og tveimur tilvikum, þar af fengu sextíu og sex viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn og sextán einstaklingar fengu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 112 umsækjendum var synjað um vernd. Fjölmennasti þjóðernishópurinn sem fékk vernd á Íslandi voru Sýrlendingar, en þeir voru sautján talsins. Í tölunum eru ekki meðtaldir þeir kvótaflóttamenn sem boðið var til landsins af stjórnvöldum. Því næst voru Rússar, Íranir, Nígeríumenn og Úkraínumenn. Í skýrslunni kemur fram að niðurstaðan sé í samræmi við niðurstöður mála í öðrum Evrópuríkjum en samanlagt veitingarhlutfall Sýrlendinga í aðildarríkjum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi 2015 var 98 prósent en aðeins 1 prósent fyrir Albana.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira