Óvissa er um áhrif landamæralokana Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2016 07:00 Mikill fjöldi barna er á flótta og koma nú jafnvel að lokuðum dyrum hjá Norðurlöndum. Svíar finna ekki lengur húsnæði fyrir hælisleitendur. NordicPhotos/Getty „Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“ Fréttir af flugi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“
Fréttir af flugi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira