Þetta er bara mín staðreynd Þórlindur Kjartansson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt. Hún gæti verið hærri eða lægri—og auðvitað er líklegt að það fari eftir samhenginu hversu mikil áhrif tölfræðin hefur. Það stendur eftir samt sem áður að ef maður vill hafa áhrif í umræðu eða vinna rökræðu þá er mjög gagnlegt að geta teflt fram tölum.Tölur eru traustvekjandi. Ef út í það er farið þá er ég ekkert öruggur með þessa tilteknu tölu sem ég nefni. Það er svo sem alls ekkert víst að hún sé vitlaus; hún hljómar að mínu mati jafnvel bara nokkuð sennileg. En rétt tala gæti allt eins verið 20%, 40% eða jafnvel 60%. Fer örugglega eftir því hvernig það er mælt og hverjir eru spurðir. En líklegast er mín tala röng—það væri að minnsta kosti mikið glópalán ef hún er rétt, því ég bjó hana til. Aðalmálið er að ég er búinn að skrifa % í pistilinn—þannig að hann er trúverðugur. Notkun tölfræði hjálpar mjög til við að gera málflutning bæði eftirminnilegri og trúverðugri. Við verðum daglega vitni að því þegar stjórnmálamenn—og aðrir sem vilja hafa áhrif á umræðuna—skreyta málflutning sinn konar prósentum og hlutföllum. Ef tveir aðilar eru að rífast um tiltekið málefni og annar segir mjög oft orðið „prósent“ þá hljómar það einhvern veginn eins og hann viti meira og sé klárari. Þetta verður til þess að ýmiss konar tölfræði er hent fram, sem við nánari skoðun er kolröng, en af því hún er sögð af sannfæringu þá reynist erfitt að leiðrétta hana—og hugsanlega ómögulegt að eyða þeirri tilfinningu sem hún kallar fram.Trompuð tölfræði Donald Trump, hinn fullkomlega óforskammaði forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, setti fyrir nokkru fram á Twitter-síðu sinni tölfræðilegt yfirlit um glæpi í Bandaríkjunum. Af yfirlitinu mátti ráða að blökkumenn hefðu drepið 81% af hvítum fórnarlömbum í morðmálum. Það hljómar svakalega og er líklegt til þess að kynda undir tortryggni þeirra, sem ala með sér ótta eða fordóma í garð blökkumanna. Talan er svo há að hún er líkleg til þess að vera bæði eftirminnileg og sjokkerandi. Þannig fréttir berast hratt og eru endursagðar af miklum tilfinningahita. Og hættan er sú, að þegar málsmetandi fólk básúnar svona þvælu, þá sé illmögulegt að leiðrétta hana. Þegar hún er svo loksins leiðrétt er hætt við að tilfinningin um hana sé búin að meitla sig svo kirfilega í vitund fólks að skaðinn sé skeður.Að muna það sem betur hljómar Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita hvert hið rétta hlutfall í dæmi Donalds Trump er þá segir bandaríska alríkislögreglan að hún hafi verið 15% á síðasta ári. Ekki 81%. Þessi ranga tölfræði í tilviki Trumps er því ekki neinn misskilningur eða ónákvæmni—hún er illgjörn lygi. Þeir sem fylgjast með málflutningi Donalds Trump hafa fyrir löngu orðið þess áskynja að hann vílar ekki fyrir sér að ýkja og ljúga til þess að æsa upp ótta og hatur meðal stuðningsmanna sinna. Þegar hann teflir fram tölum og staðhæfingum í málflutningi sínum þá er tilgangur hans ekki að sannfæra heldur að staðfesta fyrirframgefna tilfinningu. Af þeim sökum eru áhangendur hans oft ekkert spenntir fyrir því að samræma heimsmynd sína raunveruleikanum. Velgengni Donalds Trump er ískyggileg í því ljósi að það sem hann segir er meira og minna tóm þvæla, en samt virðist hann njóta stöðugt meiri stuðnings. Sú krafa, að fólk sem vill láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu vandi málflutning sinn, virðist vera á undanhaldi.Tilgangurinn helgar ekki meðalið En stundum er þetta saklaust. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli í umræðunni um heilbrigðismál þótt Kári Stefánsson hafi gert mistök í tölfræðilegum rökstuðningi sínum, eins og sýnt hefur verið fram á. Það er reyndar bagalegt í ljósi þess að hann er virtasti raunvísindamaður landsins. Áhyggjur hans af heilbrigðiskerfinu eru þó bersýnilega einlægar og tilkomnar af umhyggju, góðum hug og náungakærleik. En Kári nýtur þess að vera vitsmunalegur risi í samfélaginu. Fáum venjulegum borgurum dytti í hug að draga í efa prósentureikning hans. Þótt tilgangur hans sé vafalaust einlægur og göfugur, þá helgar hann ekki meðalið.Hártoganir um staðreyndir Annað dæmi um rugling í nýlegri umræðu tengist því að hluti útvegsmanna hefur sterka skoðun á því hvort Íslendingar eigi að skilja sig frá efnahagsaðgerðum gegn Rússum. Í málflutningi forsvarsmanna þeirra hefur hins vegar verið haldið svo illa á staðreyndum að utanríkisráðuneytið sá sig tilneytt til þess að gefa út langan lista af leiðréttingum. Viðbrögð forystumanna sjávarútvegsins voru að kvarta undan „hártogunum“ þegar æpandi staðreyndavillur í málflutningnum voru leiðréttar. Staðreyndir skipta máli. Það er áhyggjuefni ef þeir sem eru í aðstöðu til þess að ljá málflutningi sínum trúverðugleika í krafti stöðu sinnar gerast sinnulausir og óvandvirkir. Til þess að hægt sé að eiga rökræður um skoðanir þarf að bera virðingu fyrir staðreyndum, og fara að minnsta kosti ekki vísvitandi rangt með þær. Skoðanir megum við öll hafa og þurfum ekki að rökstyðja frekar en við viljum. Öllum er til að mynda frjálst að hafa sína skoðun á því hvort Kaupmannahöfn sé skemmtileg borg, en það er mesti óþarfi að rökræða hvort hún sé í Danmörku eða ekki. Það er staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt. Hún gæti verið hærri eða lægri—og auðvitað er líklegt að það fari eftir samhenginu hversu mikil áhrif tölfræðin hefur. Það stendur eftir samt sem áður að ef maður vill hafa áhrif í umræðu eða vinna rökræðu þá er mjög gagnlegt að geta teflt fram tölum.Tölur eru traustvekjandi. Ef út í það er farið þá er ég ekkert öruggur með þessa tilteknu tölu sem ég nefni. Það er svo sem alls ekkert víst að hún sé vitlaus; hún hljómar að mínu mati jafnvel bara nokkuð sennileg. En rétt tala gæti allt eins verið 20%, 40% eða jafnvel 60%. Fer örugglega eftir því hvernig það er mælt og hverjir eru spurðir. En líklegast er mín tala röng—það væri að minnsta kosti mikið glópalán ef hún er rétt, því ég bjó hana til. Aðalmálið er að ég er búinn að skrifa % í pistilinn—þannig að hann er trúverðugur. Notkun tölfræði hjálpar mjög til við að gera málflutning bæði eftirminnilegri og trúverðugri. Við verðum daglega vitni að því þegar stjórnmálamenn—og aðrir sem vilja hafa áhrif á umræðuna—skreyta málflutning sinn konar prósentum og hlutföllum. Ef tveir aðilar eru að rífast um tiltekið málefni og annar segir mjög oft orðið „prósent“ þá hljómar það einhvern veginn eins og hann viti meira og sé klárari. Þetta verður til þess að ýmiss konar tölfræði er hent fram, sem við nánari skoðun er kolröng, en af því hún er sögð af sannfæringu þá reynist erfitt að leiðrétta hana—og hugsanlega ómögulegt að eyða þeirri tilfinningu sem hún kallar fram.Trompuð tölfræði Donald Trump, hinn fullkomlega óforskammaði forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, setti fyrir nokkru fram á Twitter-síðu sinni tölfræðilegt yfirlit um glæpi í Bandaríkjunum. Af yfirlitinu mátti ráða að blökkumenn hefðu drepið 81% af hvítum fórnarlömbum í morðmálum. Það hljómar svakalega og er líklegt til þess að kynda undir tortryggni þeirra, sem ala með sér ótta eða fordóma í garð blökkumanna. Talan er svo há að hún er líkleg til þess að vera bæði eftirminnileg og sjokkerandi. Þannig fréttir berast hratt og eru endursagðar af miklum tilfinningahita. Og hættan er sú, að þegar málsmetandi fólk básúnar svona þvælu, þá sé illmögulegt að leiðrétta hana. Þegar hún er svo loksins leiðrétt er hætt við að tilfinningin um hana sé búin að meitla sig svo kirfilega í vitund fólks að skaðinn sé skeður.Að muna það sem betur hljómar Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita hvert hið rétta hlutfall í dæmi Donalds Trump er þá segir bandaríska alríkislögreglan að hún hafi verið 15% á síðasta ári. Ekki 81%. Þessi ranga tölfræði í tilviki Trumps er því ekki neinn misskilningur eða ónákvæmni—hún er illgjörn lygi. Þeir sem fylgjast með málflutningi Donalds Trump hafa fyrir löngu orðið þess áskynja að hann vílar ekki fyrir sér að ýkja og ljúga til þess að æsa upp ótta og hatur meðal stuðningsmanna sinna. Þegar hann teflir fram tölum og staðhæfingum í málflutningi sínum þá er tilgangur hans ekki að sannfæra heldur að staðfesta fyrirframgefna tilfinningu. Af þeim sökum eru áhangendur hans oft ekkert spenntir fyrir því að samræma heimsmynd sína raunveruleikanum. Velgengni Donalds Trump er ískyggileg í því ljósi að það sem hann segir er meira og minna tóm þvæla, en samt virðist hann njóta stöðugt meiri stuðnings. Sú krafa, að fólk sem vill láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu vandi málflutning sinn, virðist vera á undanhaldi.Tilgangurinn helgar ekki meðalið En stundum er þetta saklaust. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli í umræðunni um heilbrigðismál þótt Kári Stefánsson hafi gert mistök í tölfræðilegum rökstuðningi sínum, eins og sýnt hefur verið fram á. Það er reyndar bagalegt í ljósi þess að hann er virtasti raunvísindamaður landsins. Áhyggjur hans af heilbrigðiskerfinu eru þó bersýnilega einlægar og tilkomnar af umhyggju, góðum hug og náungakærleik. En Kári nýtur þess að vera vitsmunalegur risi í samfélaginu. Fáum venjulegum borgurum dytti í hug að draga í efa prósentureikning hans. Þótt tilgangur hans sé vafalaust einlægur og göfugur, þá helgar hann ekki meðalið.Hártoganir um staðreyndir Annað dæmi um rugling í nýlegri umræðu tengist því að hluti útvegsmanna hefur sterka skoðun á því hvort Íslendingar eigi að skilja sig frá efnahagsaðgerðum gegn Rússum. Í málflutningi forsvarsmanna þeirra hefur hins vegar verið haldið svo illa á staðreyndum að utanríkisráðuneytið sá sig tilneytt til þess að gefa út langan lista af leiðréttingum. Viðbrögð forystumanna sjávarútvegsins voru að kvarta undan „hártogunum“ þegar æpandi staðreyndavillur í málflutningnum voru leiðréttar. Staðreyndir skipta máli. Það er áhyggjuefni ef þeir sem eru í aðstöðu til þess að ljá málflutningi sínum trúverðugleika í krafti stöðu sinnar gerast sinnulausir og óvandvirkir. Til þess að hægt sé að eiga rökræður um skoðanir þarf að bera virðingu fyrir staðreyndum, og fara að minnsta kosti ekki vísvitandi rangt með þær. Skoðanir megum við öll hafa og þurfum ekki að rökstyðja frekar en við viljum. Öllum er til að mynda frjálst að hafa sína skoðun á því hvort Kaupmannahöfn sé skemmtileg borg, en það er mesti óþarfi að rökræða hvort hún sé í Danmörku eða ekki. Það er staðreynd.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar