Aldís færð tímabundið til í starfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 17:39 Aldís Hilmarsdóttir vísir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29