Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 08:40 Kobe Bryant. Vísir/Getty Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. Kobe Bryant komst ekki aðeins í fimm manna liðið heldur fékk hann flest atkvæði allra eða 1,891,614 atkvæði. Það er ljóst á öllu að NBA-áhugafólk vildi sjá Kobe spila í Stjörnuleiknum á síðasta tímabilinu sínu en hann er að hætta í vor. Stephen Curry, besti leikmaður deildarinnar og leikmaður toppliðs Golden State Warriors, fékk næstflest atkvæði eða 1,604,325. LeBron James hjá Cleveland Cavaliers (1,089,206 atkvæði) var síðan þriðji leikmaðurinn sem fékk yfir milljón atkvæði. Kobe Bryant er einn af þremur framherjum Vesturdeildarinnar en bakverðirnir eru Stephen Curry og Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder). Með Kobe eru Kevin Durant (Oklahoma City Thunder) og Kawhi Leonard (San Antonio Spurs) en Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, sem hefur átt frábært tímabil komst aftur á móti ekki í liðið. Liðsfélagarnir hjá Oklahoma City Thunder, þeir Kevin Durant og Russell Westbrook, eru saman i Stjörnuleiknum í fimmta sinn. Dwyane Wade (Miami Heat) og Kyle Lowry (Toronto Raptors) eru bakverðir í byrjunarliði Austurdeildarinnar en framherjarnir eru LeBron James (Cleveland Cavaliers), Paul George (Indiana Pacers) og Carmelo Anthony (New York Knicks). Kyle Lowry, sem verður á heimavelli í leiknum, komst upp fyrir Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers á lokasprettinum.Byrjunarlið Austurdeildarinnar: Dwyane Wade, Miami Heat (12. sinn) - 941,466 atkvæði Kyle Lowry, Toronto Raptors (2. sinn) - 646,441 atkvæði LeBron James, Cleveland Cavaliers (12. sinn) - 1,089,206 atkvæði Paul George, Indiana Pacers (3. sinn) - 711,595 atkvæði Carmelo Anthony, New York Knicks (9. sinn) - 567,348 atkvæðiByrjunarlið Vesturdeildarinnar: Stephen Curry, Golden State Warriors (3. sinn) - 1,604,325 Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (5. sinn) - 772,009 Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (18. sinn) - 1,891,614 Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (7. sinn) - 980,787 Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (1. sinn) - 782,339 NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. Kobe Bryant komst ekki aðeins í fimm manna liðið heldur fékk hann flest atkvæði allra eða 1,891,614 atkvæði. Það er ljóst á öllu að NBA-áhugafólk vildi sjá Kobe spila í Stjörnuleiknum á síðasta tímabilinu sínu en hann er að hætta í vor. Stephen Curry, besti leikmaður deildarinnar og leikmaður toppliðs Golden State Warriors, fékk næstflest atkvæði eða 1,604,325. LeBron James hjá Cleveland Cavaliers (1,089,206 atkvæði) var síðan þriðji leikmaðurinn sem fékk yfir milljón atkvæði. Kobe Bryant er einn af þremur framherjum Vesturdeildarinnar en bakverðirnir eru Stephen Curry og Russell Westbrook (Oklahoma City Thunder). Með Kobe eru Kevin Durant (Oklahoma City Thunder) og Kawhi Leonard (San Antonio Spurs) en Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, sem hefur átt frábært tímabil komst aftur á móti ekki í liðið. Liðsfélagarnir hjá Oklahoma City Thunder, þeir Kevin Durant og Russell Westbrook, eru saman i Stjörnuleiknum í fimmta sinn. Dwyane Wade (Miami Heat) og Kyle Lowry (Toronto Raptors) eru bakverðir í byrjunarliði Austurdeildarinnar en framherjarnir eru LeBron James (Cleveland Cavaliers), Paul George (Indiana Pacers) og Carmelo Anthony (New York Knicks). Kyle Lowry, sem verður á heimavelli í leiknum, komst upp fyrir Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers á lokasprettinum.Byrjunarlið Austurdeildarinnar: Dwyane Wade, Miami Heat (12. sinn) - 941,466 atkvæði Kyle Lowry, Toronto Raptors (2. sinn) - 646,441 atkvæði LeBron James, Cleveland Cavaliers (12. sinn) - 1,089,206 atkvæði Paul George, Indiana Pacers (3. sinn) - 711,595 atkvæði Carmelo Anthony, New York Knicks (9. sinn) - 567,348 atkvæðiByrjunarlið Vesturdeildarinnar: Stephen Curry, Golden State Warriors (3. sinn) - 1,604,325 Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (5. sinn) - 772,009 Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (18. sinn) - 1,891,614 Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (7. sinn) - 980,787 Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (1. sinn) - 782,339
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira