Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:00 Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27
Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00
Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00