Tæknin gæti útrýmt fimm milljónum starfa fyrir 2020 Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:30 Vélmenni eru líkleg til að leysa sum almenn störf af hólmi á næstunni, svo sem matargerð. Fréttablaðið/Getty Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira