Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 15:03 Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM hótel við Skólavörðustíg. visir/brink Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08