Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 15:03 Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM hótel við Skólavörðustíg. visir/brink Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08