Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku 9. febrúar 2016 14:06 Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira