„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Visir/Vilhelm Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“ Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira