Westbrook með sjöundu þrennuna á tímabilinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2016 07:15 Russell Westbrook hefur farið á kostum á tímabilinu. vísir/getty Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Indiana PAcers, 111-106, á útivelli, en þetta var fyrsti sigur Cleveland í Indianapolis í sex ár. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 96-96, en áður en framlengingin hófst hélt leikstjórnandinn Kyrie Irving mikla eldmessu yfir sínum mönnum og hvatti þá til að ganga frá leiknum. Hann setti svo fordæmið sjálfur með að skora sex af 25 stigum sínum í leiknum í framlengingunni og hitta úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. Auk stiganna 25 gaf hann sjö stoðsendingar. Hann fékk svo sannarlega fína hjálp í gærkvöldi því allt byrjunarlið Cleveland skoraði yfir 14 stig. LeBron James var næst stigahæstur með 24 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var í miklu stuði í nótt þegar hans menn unnu Washington Wizards á heimavelli, 114-98. Westbrook hlóð í myndarlega þrennu og var með 17 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar, en hann hefur sjaldan spilað betur á móti John Wall, hinum annars öfluga leikstjórnanda Washington. Þetta var 26. þrenna Westbrook á ferlinum. Hann er búinn að ná sjö þrennum á þessari leiktíð, þar af núna í tveimur leikjum í röð og í fjórum leikjum af síðustu tíu. Kevin Durant var þó stigahæstur í liði OKC með 28 stig auk þess sem hann tók níu fráköst, en Serge Ibaka lagði einnig sín lóð á vogarskálirnar með 19 stigum og tíu fráköstum. LaMarcus Aldrige fór svo fyrir San Antonio Spurs sem vann Orlando Magic á heimavelli, 107-92, en Spurs-liðið er enn ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Kraftframherjinn öflugi sem kom frá Portland fyrir tímabilið skoraði 28 stig og tók fjögur fráköst, en af byrjunarliði Spurs kom Kawhi Leonard næstur með tíu stig. Patty Mills kom sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 106-111 Brooklyn Nets - Detriot Pistons 100-105 Atlanta Hawks - Dallas Mavericks 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 95-110 OKC Thunder - Washington Wizards 114-98 San Antonio Spurs - Orlando Magic 107-92 Denver Nuggets - Toronto Raptors 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 105-98 Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 111-104Staðan í deildinni.Ibaka treður yfir Gortat: NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann fimmta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Indiana PAcers, 111-106, á útivelli, en þetta var fyrsti sigur Cleveland í Indianapolis í sex ár. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 96-96, en áður en framlengingin hófst hélt leikstjórnandinn Kyrie Irving mikla eldmessu yfir sínum mönnum og hvatti þá til að ganga frá leiknum. Hann setti svo fordæmið sjálfur með að skora sex af 25 stigum sínum í leiknum í framlengingunni og hitta úr fjórum vítaskotum á lokasekúndunum. Auk stiganna 25 gaf hann sjö stoðsendingar. Hann fékk svo sannarlega fína hjálp í gærkvöldi því allt byrjunarlið Cleveland skoraði yfir 14 stig. LeBron James var næst stigahæstur með 24 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var í miklu stuði í nótt þegar hans menn unnu Washington Wizards á heimavelli, 114-98. Westbrook hlóð í myndarlega þrennu og var með 17 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar, en hann hefur sjaldan spilað betur á móti John Wall, hinum annars öfluga leikstjórnanda Washington. Þetta var 26. þrenna Westbrook á ferlinum. Hann er búinn að ná sjö þrennum á þessari leiktíð, þar af núna í tveimur leikjum í röð og í fjórum leikjum af síðustu tíu. Kevin Durant var þó stigahæstur í liði OKC með 28 stig auk þess sem hann tók níu fráköst, en Serge Ibaka lagði einnig sín lóð á vogarskálirnar með 19 stigum og tíu fráköstum. LaMarcus Aldrige fór svo fyrir San Antonio Spurs sem vann Orlando Magic á heimavelli, 107-92, en Spurs-liðið er enn ósigrað á heimavelli á þessari leiktíð. Kraftframherjinn öflugi sem kom frá Portland fyrir tímabilið skoraði 28 stig og tók fjögur fráköst, en af byrjunarliði Spurs kom Kawhi Leonard næstur með tíu stig. Patty Mills kom sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 106-111 Brooklyn Nets - Detriot Pistons 100-105 Atlanta Hawks - Dallas Mavericks 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 95-110 OKC Thunder - Washington Wizards 114-98 San Antonio Spurs - Orlando Magic 107-92 Denver Nuggets - Toronto Raptors 112-93 Utah Jazz - Chicago Bulls 105-98 Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 111-104Staðan í deildinni.Ibaka treður yfir Gortat:
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira