Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 16:23 vísir/anton brink Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það. Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það.
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira