Sælgætisinnflytjandinn Hafþór játar að hafa gert mistök Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2016 10:12 Hafþór hjá Íslenskri dreifingu brást fremur illa við erindi blaðamanns en samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur liggur fyrir viðurkenning á mistökum varðandi dreifingu sælgætis sem komið er til ára sinna. Sælgætisinnflytjandinn Hafþór Guðmundsson hjá Íslenskri dreifingu segist hafa gert mistök þegar hann sendi löngu útrunnið sælgæti austur á land, sem svo bæjarskrifstofurnar á Seyðisfirði dreifðu meðal barna kauptúnsins á Öskudag. „Við erum búin að vera að skoða málið, erum í sambandi við fyrirtækið og hann viðurkennir að hafa gert mistök, að hafa sent þetta austur,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hann segir málinu lokið af hálfu heilbrigðiseftirlitsins, engin önnur mál séu í gangi sem snúi að þessu tiltekna fyrirtæki en eðlilegt vakandi auga sé eftir sem áður haft með fyrirtækjum á sviði matvælaframleiðslu og dreifingar.Vísir fjallaði um málið á mánudaginn. Það var 11. febrúar sem Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning um að sælgætið væri löngu útrunnið miðað við dagsetningu, sem var frá árinu 2007, frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Óskar segir sjaldgæft að mál sem snúa að sælgæti komi til umfjöllunar eftirlitsins.Hafþór vill lítt við blaðamann talaMálið hefur valdið nokkrum usla eystra og Austurfrétt, sem fyrst greindi frá málinu hefur fylgt því eftir og greindi frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður ætli að bjóða uppá nýtt nammi í dag – ekki er gerð krafa um búning þegar skaðabótunum verður útdeilt. Ekki fylgir sögunni hvaðan nammið kemur.Börnin á Seyðisfirði þurfa ekki að klæða sig upp í búninga til að heimta skaðabæturnar á bæjarskrifstofunum í dag, en söngur væri vel þeginn, segir í tilkynningu. (Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.)visir/stefán.Vísir bar þetta undir Hafþór en þegar náðist í hann var hann hinn snúnasti. Eigilega verður að segjast sem er að hann brást fremur illa við erindinu. Hafþór vildi ekki staðfesta það sem fram kemur í máli Óskars, hann vildi reyndar lítt ræða málið sem slíkt en taldi að sér vegið og talaði um róg fjölmiðla. Þegar Hafþór var spurður hvort einhver önnur dæmi væru um kvartanir sem snéru að útrunnu sælgæti frá Íslenskri dreifingu spurði hann á móti hvort blaðamaður Vísis hefði heimildir um slíkt. Og þegar honum var sagt að svo væri ekki, taldi hann þar með svar liggja fyrir.Flytur inn nammi frá KínaVísir hefur rætt við fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar sem halda því fram fullum fetum að afar frjálslega væri farið með dagsetningar, dæmi eru um að þeim sé breytt (einn starfsmanna ber að hafa verið í því verkefni) og/eða að það væru hreinlega engar dagsetningar á umbúðunum. Að sögn Óskars hjá Heilbrigðiseftirlitinu er skylt að dagsetningar séu á öllum umbúðum. Þegar um sælgæti sé að ræða er um merkinguna „best fyrir“ -- ekki er um hættulega vöru að ræða en gæðin gætu hafa rýrnað. Að sögn starfsmannanna, sem vildu alls ekki koma fram undir nafni, er þetta vegna þess að Íslensk dreifing pantar verulegt magn inn frá Kína sem fyrirtækið pakkar þá eftir hendinni. Hafþór sleit samtalinu áður en blaðamanni Vísis tókst að koma spurningum að sem snéru að þessu atriði. Því var gripið til þess að senda skriflega fyrirspurn, sjá hér neðar, en Hafþór hefur enn ekki séð sér fært að svara.Skrifleg fyrirspurnHeill og sæll Hafþór! Takk fyrir samtalið áðan. Ég vil ekki kannast við neinn rógburð af hálfu Vísis né að varað hafi verið sérstaklega við sælgætiseggjum sem Íslensk dreifing er með á sínum snærum. En, það er utan efnis. Ég sendi þér hér með tvær fyrirspurnir, eins og þú lagðir til. a) Skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur þú játað að gerð hafi verið mistök í dreifingu þegar sælgæti var sent austur, sælgæti sem svo var dreift meðal barna á Seyðisfirði af hálfu bæjarskrifstofunnar þar. Hafa komið upp önnur tilvik, sem þessi þar sem útrunnið sælgæti hefur komist í dreifingu? Hefur áður verið kvartað undan slíku? b) Tveir fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar fullyrða við Vísi að frjálslega sé farið með dagsetningar á umbúðum sælgætis sem flutt er inn af Íslenskri dreifingu í gámavís frá Kína. Að þeir hafi jafnvel breytt um dagsetningar á umbúðum og oft sé ekki um neinar dagsetningar að ræða. Hvað vilt þú segja um þetta? Tengdar fréttir Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sælgætisinnflytjandinn Hafþór Guðmundsson hjá Íslenskri dreifingu segist hafa gert mistök þegar hann sendi löngu útrunnið sælgæti austur á land, sem svo bæjarskrifstofurnar á Seyðisfirði dreifðu meðal barna kauptúnsins á Öskudag. „Við erum búin að vera að skoða málið, erum í sambandi við fyrirtækið og hann viðurkennir að hafa gert mistök, að hafa sent þetta austur,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hann segir málinu lokið af hálfu heilbrigðiseftirlitsins, engin önnur mál séu í gangi sem snúi að þessu tiltekna fyrirtæki en eðlilegt vakandi auga sé eftir sem áður haft með fyrirtækjum á sviði matvælaframleiðslu og dreifingar.Vísir fjallaði um málið á mánudaginn. Það var 11. febrúar sem Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning um að sælgætið væri löngu útrunnið miðað við dagsetningu, sem var frá árinu 2007, frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Óskar segir sjaldgæft að mál sem snúa að sælgæti komi til umfjöllunar eftirlitsins.Hafþór vill lítt við blaðamann talaMálið hefur valdið nokkrum usla eystra og Austurfrétt, sem fyrst greindi frá málinu hefur fylgt því eftir og greindi frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður ætli að bjóða uppá nýtt nammi í dag – ekki er gerð krafa um búning þegar skaðabótunum verður útdeilt. Ekki fylgir sögunni hvaðan nammið kemur.Börnin á Seyðisfirði þurfa ekki að klæða sig upp í búninga til að heimta skaðabæturnar á bæjarskrifstofunum í dag, en söngur væri vel þeginn, segir í tilkynningu. (Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.)visir/stefán.Vísir bar þetta undir Hafþór en þegar náðist í hann var hann hinn snúnasti. Eigilega verður að segjast sem er að hann brást fremur illa við erindinu. Hafþór vildi ekki staðfesta það sem fram kemur í máli Óskars, hann vildi reyndar lítt ræða málið sem slíkt en taldi að sér vegið og talaði um róg fjölmiðla. Þegar Hafþór var spurður hvort einhver önnur dæmi væru um kvartanir sem snéru að útrunnu sælgæti frá Íslenskri dreifingu spurði hann á móti hvort blaðamaður Vísis hefði heimildir um slíkt. Og þegar honum var sagt að svo væri ekki, taldi hann þar með svar liggja fyrir.Flytur inn nammi frá KínaVísir hefur rætt við fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar sem halda því fram fullum fetum að afar frjálslega væri farið með dagsetningar, dæmi eru um að þeim sé breytt (einn starfsmanna ber að hafa verið í því verkefni) og/eða að það væru hreinlega engar dagsetningar á umbúðunum. Að sögn Óskars hjá Heilbrigðiseftirlitinu er skylt að dagsetningar séu á öllum umbúðum. Þegar um sælgæti sé að ræða er um merkinguna „best fyrir“ -- ekki er um hættulega vöru að ræða en gæðin gætu hafa rýrnað. Að sögn starfsmannanna, sem vildu alls ekki koma fram undir nafni, er þetta vegna þess að Íslensk dreifing pantar verulegt magn inn frá Kína sem fyrirtækið pakkar þá eftir hendinni. Hafþór sleit samtalinu áður en blaðamanni Vísis tókst að koma spurningum að sem snéru að þessu atriði. Því var gripið til þess að senda skriflega fyrirspurn, sjá hér neðar, en Hafþór hefur enn ekki séð sér fært að svara.Skrifleg fyrirspurnHeill og sæll Hafþór! Takk fyrir samtalið áðan. Ég vil ekki kannast við neinn rógburð af hálfu Vísis né að varað hafi verið sérstaklega við sælgætiseggjum sem Íslensk dreifing er með á sínum snærum. En, það er utan efnis. Ég sendi þér hér með tvær fyrirspurnir, eins og þú lagðir til. a) Skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur þú játað að gerð hafi verið mistök í dreifingu þegar sælgæti var sent austur, sælgæti sem svo var dreift meðal barna á Seyðisfirði af hálfu bæjarskrifstofunnar þar. Hafa komið upp önnur tilvik, sem þessi þar sem útrunnið sælgæti hefur komist í dreifingu? Hefur áður verið kvartað undan slíku? b) Tveir fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar fullyrða við Vísi að frjálslega sé farið með dagsetningar á umbúðum sælgætis sem flutt er inn af Íslenskri dreifingu í gámavís frá Kína. Að þeir hafi jafnvel breytt um dagsetningar á umbúðum og oft sé ekki um neinar dagsetningar að ræða. Hvað vilt þú segja um þetta?
Tengdar fréttir Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21