Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 16:21 Það blæs um bræðurna sem forsvarsmenn AdaM hótel og Íslenskrar dreifingar sem sakað er um að dreifa löngu útrunnu nammi sem austfirsk börn hámuðu í sig á Öskudag. Bæjarskrifstofurnar á Seyðisfirði urðu uppvísar af því að gefa börnum kauptúnsins útrunnið nammi á Öskudaginn. Það rann út árið 2007. Við athugun kom í ljós að nammið er frá Íslenskri dreifingu komið en fólkið á skrifstofunum uggði ekki að sér þegar þrír pakkar af litríku og fallegu nammi bárust austur.Austurfrétt greinir frá málinu en á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur verið beðist afsökunar á að „löngu útrunnið“ sælgæti hefði verið gefið börnum sem komu á bæjarskrifstofuna á öskudaginn.Bræðurnir vilja lítt tjá sig við fjölmiðlaHafþór Guðmundsson er framkvæmdastjóri Íslenskrar dreifingar og hann vill ekkert við Austurfrétt tala: „Það er búið að ræða þetta, það þarf ekki að ræða þetta neitt frekar,“ sagði Hafþór þegar austfirski fréttamiðillinn leitaði skýringa.Nammið frá Íslenskri dreifingu er freistandi á að líta, en gæti verið komið til ára sinna.Þetta kann að koma einhverjum í opna skjöldu en samkvæmt heimildum Vísis eru þeir Hafþór og Ragnar Guðmundssynir bræður en Ragnar var áberandi í fréttum síðustu viku sem hótelstjóri á AdaM hótel.Sjá einnig:Heimsókn á Hótel Adam Ragnar hefur legið undir ámæli því að vara gesti sína við kranavatninu en benda í sömu setningunni á vatnsflöskur hótelsins, sem kaupa má á 400 krónur. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni AdaM Hótel, en þar hefur nokkrum herbergjum lokað af lögreglu eftir að heilbrigðiseftirlitið fór að hlutast til um málið. Ragnar hefur enn ekki viljað tjá sig og þeir bræður báðir, en heldur gustar um þá um þessar mundir.Einstakt vöruúrval og öryggisviðmið á sælgætiðÁ vef Íslenskrar dreifingar má lesa orðsendingu frá Hafþóri þar sem hann lofar góðri vöru og góðri þjónustu: „ÍSLENSK DREIFING hefur verið starfrækt í yfir 30 ár. Á þeim tíma höfum við náð að þróa vel sælgætis vöru úrvalið, ásamt því sett háan gæða stöðul og gott öryggisviðmið á Sælgætið. Hjá okkur færðu einstakt vöru úrval og allt sem þú þarft til að gera hátíðir og skemmtanir ógleimanlegar. Við byggjum á traustum grunni og langri reynslu, en með því tryggjum við gott verð ásamt góðri þjónustu. Hjá Íslensk Dreifingu er einn verðlisti og allir sitja við sama borðið. Okkar föstu viðskiptavinir vita þetta og það tryggir þeim jafna samkeppnisstöðu gagnvart næsta samkeppnisaðila.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bæjarskrifstofurnar á Seyðisfirði urðu uppvísar af því að gefa börnum kauptúnsins útrunnið nammi á Öskudaginn. Það rann út árið 2007. Við athugun kom í ljós að nammið er frá Íslenskri dreifingu komið en fólkið á skrifstofunum uggði ekki að sér þegar þrír pakkar af litríku og fallegu nammi bárust austur.Austurfrétt greinir frá málinu en á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur verið beðist afsökunar á að „löngu útrunnið“ sælgæti hefði verið gefið börnum sem komu á bæjarskrifstofuna á öskudaginn.Bræðurnir vilja lítt tjá sig við fjölmiðlaHafþór Guðmundsson er framkvæmdastjóri Íslenskrar dreifingar og hann vill ekkert við Austurfrétt tala: „Það er búið að ræða þetta, það þarf ekki að ræða þetta neitt frekar,“ sagði Hafþór þegar austfirski fréttamiðillinn leitaði skýringa.Nammið frá Íslenskri dreifingu er freistandi á að líta, en gæti verið komið til ára sinna.Þetta kann að koma einhverjum í opna skjöldu en samkvæmt heimildum Vísis eru þeir Hafþór og Ragnar Guðmundssynir bræður en Ragnar var áberandi í fréttum síðustu viku sem hótelstjóri á AdaM hótel.Sjá einnig:Heimsókn á Hótel Adam Ragnar hefur legið undir ámæli því að vara gesti sína við kranavatninu en benda í sömu setningunni á vatnsflöskur hótelsins, sem kaupa má á 400 krónur. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni AdaM Hótel, en þar hefur nokkrum herbergjum lokað af lögreglu eftir að heilbrigðiseftirlitið fór að hlutast til um málið. Ragnar hefur enn ekki viljað tjá sig og þeir bræður báðir, en heldur gustar um þá um þessar mundir.Einstakt vöruúrval og öryggisviðmið á sælgætiðÁ vef Íslenskrar dreifingar má lesa orðsendingu frá Hafþóri þar sem hann lofar góðri vöru og góðri þjónustu: „ÍSLENSK DREIFING hefur verið starfrækt í yfir 30 ár. Á þeim tíma höfum við náð að þróa vel sælgætis vöru úrvalið, ásamt því sett háan gæða stöðul og gott öryggisviðmið á Sælgætið. Hjá okkur færðu einstakt vöru úrval og allt sem þú þarft til að gera hátíðir og skemmtanir ógleimanlegar. Við byggjum á traustum grunni og langri reynslu, en með því tryggjum við gott verð ásamt góðri þjónustu. Hjá Íslensk Dreifingu er einn verðlisti og allir sitja við sama borðið. Okkar föstu viðskiptavinir vita þetta og það tryggir þeim jafna samkeppnisstöðu gagnvart næsta samkeppnisaðila.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49