Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 10:13 Meirihluti spurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að næsti forseti verði dr. Baldur Þórhallsson með Felix Bergsson sér við hlið. Vísir hefur undir höndum niðurstöðu Gallup-könnunar þar sem spurt er: „Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“ Niðurstaðan liggur fyrir og í ljós kemur að liðlegur meirihluti, eða 51,4 prósent, lýsir sig jákvæðan gagnvart þeirri hugmynd. Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent. Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.Skjáskot úr könnuninni.Samkvæmt heimildum Vísis hefur Baldur ekki gert upp hug sinn enn. Víst má telja að niðurstöður þessarar könnunar verði til þess að hann hugleiði framboð af meiri alvöru nú en verið hefur. Samkvæmt þessum tölum má heita víst að framboð hans yrði umdeilt. Baldur hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna og er ekki í hávegum hafður meðal til að mynda flokkshollra Sjálfstæðismanna. Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Vísir hefur undir höndum niðurstöðu Gallup-könnunar þar sem spurt er: „Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“ Niðurstaðan liggur fyrir og í ljós kemur að liðlegur meirihluti, eða 51,4 prósent, lýsir sig jákvæðan gagnvart þeirri hugmynd. Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent. Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.Skjáskot úr könnuninni.Samkvæmt heimildum Vísis hefur Baldur ekki gert upp hug sinn enn. Víst má telja að niðurstöður þessarar könnunar verði til þess að hann hugleiði framboð af meiri alvöru nú en verið hefur. Samkvæmt þessum tölum má heita víst að framboð hans yrði umdeilt. Baldur hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna og er ekki í hávegum hafður meðal til að mynda flokkshollra Sjálfstæðismanna. Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira