Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Svavar Hávarðsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma. Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00
Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00
6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41