Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 20:00 Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira