Stephen Curry og Andre Iguodala spila á Augusta National í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 18:00 Stephen Curry og Andre Iguodala fögnuðu ekki bara NBA-titlinum í júní því þeir vissu þa líka að þeir fengu að spila á Augusta National. Vísir/EPA Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari. Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag. „Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við. Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins. Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina. Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob. Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum. Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi. Golf NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari. Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag. „Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við. Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins. Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina. Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob. Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum. Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi.
Golf NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira