Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 22:00 Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum. Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum.
Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30