Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 13:20 Hannes Bjarnason bauð sig fram til forseta árið 2012 en lítið hefur heyrst frá honum síðan, þar til nú. Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira