Golden State vann OKC í þriðja sinn á einum mánuði og jafnaði met Bulls Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 07:00 Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna. Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina. Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán. Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.Það er ekki hægt að stoppa Curry þegar hann skýtur.vísir/gettyNíu tapaðir hjá Durant Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni. Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð. Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.vísir/gettySpurs-vélin mallar Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp. Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins. LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Phoenix Suns 108-92 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104 Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Í annað sinn í tveimur leikjum skoraði Golden State 121 stig á móti Oklahoma City Thunder þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nú þurfti aftur á móti enga framlengingu og ofurskot frá Stephen Curry til að tryggja sigur meistaranna. Golden State stakk af í fjórða leikhluta og lagði Oklahoma City, 121-106, en þetta var annar leikur liðanna á fjórum dögum. Þau hafa nú mæst þrisvar sinnum síðan sjötta febrúar og Golden State unnið alla þrjá leikina. Eftir að hvíla vegna ökklameiðsla á þriðjudagskvöldið sneri Stephen Curry aftur í lið meistaranna og það með látum. Curry skoraði 33 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum af fimmtán. Klay Thompson var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti einu skoti af sjö. Hann endaði samt með 21 stig og var næst stigahæstur í liði Golden State.Það er ekki hægt að stoppa Curry þegar hann skýtur.vísir/gettyNíu tapaðir hjá Durant Kevin Durant átti stórleik fyrir Oklahoma City og var grátlega nálægt ótrúlegri þrennu. Hann skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann passaði aftur á móti ekki nógu vel upp á boltann og tapaði honum níu sinnum. Hann hefur aðeins einu sinni tapað fleiri boltum á leiktíðinni. Russell Westbrook skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr einu af átta skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með sigrinum í nótt jafnaði Golden State met Chicago Bulls-liðsins frá 1996 yfir flesta sigra í röð á heimavelli. Golden State er búið að vinna 44 heimaleiki í röð, þar af alla 26 á þessari leiktíð. Golden State er enn á höttunum eftir stóra metinu sem sama Bulls-lið á. Það er að vinna fleiri en 70 leiki á tímabilinu. Stephen Curry og félaga vantar 16 sigra til viðbótar til að bæta það ótrúlega met.Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Spurs.vísir/gettySpurs-vélin mallar Lang næstbesta liðið í vesturdeildinni, San Antonio Spurs, vann útsigur á New Orleans Pelicans í nótt, 94-86. Spurs er þremur og hálfum leik á eftir Golden State með 52 sigra og níu töp. Kawhi Leonard var frábær sigri San Antonio, en hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum, en þristur frá honum þegar 34 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Spurs-liðsins. LaMarcus Aldridge lét ekki sitt eftir liggja og skoraði 26 stig og tók átta fráköst. Ofurstjarnan í liði New Orleans, Anthony Davis, skoraði 17 stig og tók 13 fráköst.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Phoenix Suns 108-92 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 86-94 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 101-104 Golden State Warriors - OKC Thunder 121-118Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum