Nýtni Þórunn Egilsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Eitt sinn kunnu nánast allir leiðir til að nýta matvæli sem best og okkur þótti eðlilegt að borða afganga. Á tímabili hurfu menn frá þessu því heimilishald breyttist í takt við þjóðfélagið og hraða þess. Tími til matarundirbúnings varð minni og áherslurnar breyttust. Þetta leiddi til þess ástands sem við stöndum frammi fyrir núna þegar matarúrgangur er stór hluti heimilissorps. Mál sem varða úrgang fá stöðugt meira vægi vegna aukinna kvaða um meðhöndlun hans. Vissulega hafa íbúar margra sveitarfélaga náð miklum árangri á þessu sviði en þrátt fyrir það vantar enn þó nokkuð upp á að við Íslendingar stöndumst samanburð við þær þjóðir Evrópu sem lengst hafa náð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá sl. ári segir að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Velta má fyrir sér hvort ástæða er til að breyta reglum um ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum. Benda má á að í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda óseldum mat og verður þeim skylt að gera samning við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir. Þessa leið fara Frakkar. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem snýr að því að ganga betur um auðlindir okkar, sporna við offramleiðslu og notkun á ónauðsynlegum varningi. Um síðustu áramót lagði umhverfis- og auðlindaráðherra fram fyrstu almennu stefnuna um minnkun á sóun. Hún ber heitið Saman gegn sóun og gildir til 2027. Markmið hennar er að minnka úrgang og bæta nýtingu auðlindanna. Það verður spennandi að fylgjast með kynningu hennar á Hallveigarstöðum nk. fimmtudagsmorgun og sjá hvernig hún fléttast saman við tillögur starfshóps um úrbætur um matarsóun. Nú þurfum við að leggjast á eitt og finna okkar leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn kunnu nánast allir leiðir til að nýta matvæli sem best og okkur þótti eðlilegt að borða afganga. Á tímabili hurfu menn frá þessu því heimilishald breyttist í takt við þjóðfélagið og hraða þess. Tími til matarundirbúnings varð minni og áherslurnar breyttust. Þetta leiddi til þess ástands sem við stöndum frammi fyrir núna þegar matarúrgangur er stór hluti heimilissorps. Mál sem varða úrgang fá stöðugt meira vægi vegna aukinna kvaða um meðhöndlun hans. Vissulega hafa íbúar margra sveitarfélaga náð miklum árangri á þessu sviði en þrátt fyrir það vantar enn þó nokkuð upp á að við Íslendingar stöndumst samanburð við þær þjóðir Evrópu sem lengst hafa náð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá sl. ári segir að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Velta má fyrir sér hvort ástæða er til að breyta reglum um ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum. Benda má á að í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda óseldum mat og verður þeim skylt að gera samning við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir. Þessa leið fara Frakkar. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem snýr að því að ganga betur um auðlindir okkar, sporna við offramleiðslu og notkun á ónauðsynlegum varningi. Um síðustu áramót lagði umhverfis- og auðlindaráðherra fram fyrstu almennu stefnuna um minnkun á sóun. Hún ber heitið Saman gegn sóun og gildir til 2027. Markmið hennar er að minnka úrgang og bæta nýtingu auðlindanna. Það verður spennandi að fylgjast með kynningu hennar á Hallveigarstöðum nk. fimmtudagsmorgun og sjá hvernig hún fléttast saman við tillögur starfshóps um úrbætur um matarsóun. Nú þurfum við að leggjast á eitt og finna okkar leið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar