Flæðir yfir vegi og slitlag fýkur í burtu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 22:16 Malbik hefur fokið af við Kolgrafabrú á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm „Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær. Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær.
Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54
Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58
Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34