Um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi Björn Teitsson skrifar 10. mars 2016 19:50 Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Tengdar fréttir „Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana.
„Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar