Þúsund sigurleikir hjá Duncan í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2016 15:30 Tim Duncan og Tony Parker hafa unnið marga leiki saman. Vísir/Getty Tim Duncan, leikmaður San Antontio Spurs, var enn á ný í sigurliði í nótt þegar Spurs-liðið vann 88-86 sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar. Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu. Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi. Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna. Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst. Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot. Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527). Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Tim Duncan, leikmaður San Antontio Spurs, var enn á ný í sigurliði í nótt þegar Spurs-liðið vann 88-86 sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar. Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu. Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi. Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna. Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst. Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot. Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527). Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira