Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 16:40 Sigmundur fundaði með forsetanum í dag. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira