Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 16:28 Bjarni á Bessastöðum. Segir Sigmund hafa viljað þingrofsheimild til að geta hótað Sjálfstæðisflokknum. visir/anton Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis. Panama-skjölin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis.
Panama-skjölin Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira