Fjöldinn skiptir ekki öllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. apríl 2016 11:27 Fjöldi var á Austurvelli í gær. vísir/ernir „Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Í mótmælunum sem við þekkjum frá 2008 og 2009 þá vorum við ekki með þessar girðingar. Þetta hefði verið skelfilegt í gær hefði þeirra ekki notið við,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtal við Vísi. Fjölmenn mótmæli gegn forsætisráðherra og ríkisstjórn hans fóru fram á Austurvelli í gær. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælafundarins voru um 22.000 manns á staðnum en tölur frá lögreglunni voru talsvert lægri. Lögreglumenn á svæðinu voru um það bil sjötíu talsins allir sérþjálfaðir í mannfjöldastjórnun. Sem þýðir að í það minnsta voru þúsund mótmælendur á hvern lögreglumann. „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér. Framan af var þetta mjög prútt en þegar líður á fara þeir prúðsömu heim og þeir blóðheitari verða eftir,“ segir Andri. „Sé fólkið prútt þá er mannmergðin ekkert vandamál.“Næsta skref að setja upp hjálmana Hann tekur sem dæmi að 21. janúar 2009, þegar lögreglan beitti táragasi til að dreifa mótmælendum, hafi mótmælendur verið mun færri en dagana áður. Það hafi hins vegar verið hópur sem ætlaði sér ekki að vera rólegur. „Þegar lögreglumenn frá öðrum löndum fylgdust með tölum um búsáhaldabyltinguna þá furðuðu þeir sig á því hvernig við fórum að stýra málum með aðeins 600 manns. Það runnu síðan á þá tvær grímur þegar við sögðum þeim að það væru 600 lögreglur á öllu landinu. Það hefðu verið mun færri á Austurvelli,“ segir Andri. Hann segir að í gær hafi aukamenn ekki verið kallaðir til. Það hafi hins vegar komið til álíta líkt og fjöldi annarra möguleika í stöðunni. „Það næsta hefði verið fyrir menn á vettvangi að setja upp hjálmana ef skyr og bananar hefðu breyst í steina. En það kom ekki til þess.“ Undir lok mótmælanna bárust fregnir af fólki sem var að sprengja litla flugelda á svæðinu. Ljóst er að með slíkt mannhaf samankomið á einum stað gæti rýming reynst erfið ef til hennar kæmi. „Það er í raun umræða sem ég vil helst ekki fara út í,“ segir Arnar að lokum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Stefán Pálsson sagnfræðingur hallast að því að mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu, séu þau borin saman við önnur hörð pólitísk mótmæli hérlendis. 4. apríl 2016 00:01
Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00