Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Tryggvi Páll Tryggvason og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 4. apríl 2016 19:29 „Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
„Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02
25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52