Helgi Hrafn: Verður að lýsa yfir vantrausti og rjúfa þing Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 20:26 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur „Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10