Hlutabréf í Netflix hrynja Sæunn Gísladóttir skrifar 19. apríl 2016 13:41 Hlutabréf í Netflix hafa hrunið eftir að tilkynnt var um að alþjóðlegum notendum myndi einungis fjölga um tvær milljónir á núverandi ársfjórðungi. Vísir/Getty Hlutabréf í streymiþjónustunni Netflix hafa lækkað um 10,9 prósent það sem af er degi. Hlutabréfin lækkuðu um yfir níu prósent í viðskiptum eftir lokun markaða á Wall Street í gær. Ástæða þess er talin vera að ekki hefur tekist að fjölga notendum eins og spáð var um. Netflix var með 81,5 milljón notenda á fyrsta ársfjórðungi 2016. Í janúar tilkynnti fyrirtækið um að boðið yrði upp á þjónustuna í 130 nýjum löndum. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði notendum utan Bandaríkjanna um 4,5 milljónir og námu 34,5 milljónum. Fjárfestar óttast þó að alþjóðlegum notendum sé ekki að fjölga nógu hratt. Netflix spáir að þeim muni einungis fjölga um tvær milljónir á núverandi ársfjórðungi, sem er fimmtíu prósent lægra en spár greiningaraðila. Ef alþjóðlegum notendum fjölgar einungis um tvær milljónir er það minnsta ársfjórðungsaukning hlutfallslega frá upphafi. Í gær tilkynnti Amazon að streymiþjónustan þeirra yrði aðgengileg öllum, en ekki bara þeim með Prime aðgang. Þetta mun veita Netflix aukna samkeppni. Amazon þjónustan gerir notendum meðal annars kleift að horfa á þætti og kvikmyndir án nets sem Netflix býður ekki. Netflix hefur einnig hækkað verðskrá sína til að mæta auknum kostnaði við framleiðslu og kaup á nýju efni. Netflix Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréf í streymiþjónustunni Netflix hafa lækkað um 10,9 prósent það sem af er degi. Hlutabréfin lækkuðu um yfir níu prósent í viðskiptum eftir lokun markaða á Wall Street í gær. Ástæða þess er talin vera að ekki hefur tekist að fjölga notendum eins og spáð var um. Netflix var með 81,5 milljón notenda á fyrsta ársfjórðungi 2016. Í janúar tilkynnti fyrirtækið um að boðið yrði upp á þjónustuna í 130 nýjum löndum. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði notendum utan Bandaríkjanna um 4,5 milljónir og námu 34,5 milljónum. Fjárfestar óttast þó að alþjóðlegum notendum sé ekki að fjölga nógu hratt. Netflix spáir að þeim muni einungis fjölga um tvær milljónir á núverandi ársfjórðungi, sem er fimmtíu prósent lægra en spár greiningaraðila. Ef alþjóðlegum notendum fjölgar einungis um tvær milljónir er það minnsta ársfjórðungsaukning hlutfallslega frá upphafi. Í gær tilkynnti Amazon að streymiþjónustan þeirra yrði aðgengileg öllum, en ekki bara þeim með Prime aðgang. Þetta mun veita Netflix aukna samkeppni. Amazon þjónustan gerir notendum meðal annars kleift að horfa á þætti og kvikmyndir án nets sem Netflix býður ekki. Netflix hefur einnig hækkað verðskrá sína til að mæta auknum kostnaði við framleiðslu og kaup á nýju efni.
Netflix Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira